Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 163
162
hlutirnir öðruvísi út“. Og síðan taka þeir til við að undirbúa svör við þeim
spurningum sem brenna á þeim svo að þeir geti dafnað; þeir leitast við að
verða hópur „út af fyrir sig“ og ekki aðeins hópur „í sjálfum sér“, eins og
marxistar orðuðu það. Þessi lífræni eiginleiki getur útskýrt af hverju nálg-
un sjónarhornsfræðinnar hefur verið tekin upp sjálfstætt í þekkingarsköp-
un innan hverrar félagshreyfingarinnar á fætur annarrar á síðustu hálfu
öld; mannréttindahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, baráttuhreyfingar-
innar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, baráttuhreyfinga fátækra
víðs vegar um heim, baráttuhreyfinga lesbía, homma, tvíkynhneigðra og
transfólks, baráttusamtaka fatlaðra, hinna nýlegu „Occupy Wall Street“-
samtaka og uppreisnarhópa arabíska vorsins. Í öllum tilvikum hafa orðið til
hópar sem vinna að því að leita svara við þeim spurningum um náttúruna
og félagsleg tengsl sem skipta þá máli. Í öllum tilvikum hefur fjölbreyttari
þekkingarsköpun aukið verulega heildstæðni og áreiðanleika þekkingar hjá
öllum og margs konar framfarasinnaðir hópar hafa notið góðs af þessari
aðferð.
Uppnám! Hér er um að ræða allt önnur tengsl á milli vísindarannsókna
og félagslegra og pólitískra hagsmuna en rökfræðilegir raunhyggjumenn
(rökfræðilegir pósítívistar), sem sköpuðu vísindaheimspeki nútímans í síð-
ari heimsstyrjöldinni og eftir hana, sáu fyrir sér. Í þeirra heimi voru vísindi
um kynþætti og þjóðfélagsstéttir orðin gríðarlegt vandamál. Nasistavísindi,
sem voru sett fram á tímum gyðingaofsóknanna, snerust um kynþætti, og
Sovétvísindi, sem voru innleidd á tímum stalínismans þegar bændur voru
settir undir sameignarstefnuna og þoldu skelfilegar refsingar í fangabúð-
um, snerust um þjóðfélagsstéttir. Hvernig gæti þessum heimspekingum
og vísindamönnum og nemendum þeirra á sjötta og sjöunda áratugnum
– þeir síðastnefndu eru núna prófessorar í heimspeki-, náttúruvísinda- og
félagsvísindadeildum – fundist að aukinn „fjölbreytileiki“ í stjórnmálum
og vísindaheimspeki samtímans væri til góðs? Nýjar hugmyndir um þetta
sérstaka atriði í sögu vísindaheimspekinnar eru kannaðar í fimmta kafla
bókarinnar. En hér gæti verið mikilsvert að staldra við og skoða stuttlega
algengustu gagnrýni á aðferðir sjónarhornsfræði og sterkrar hlutlægni,
ásamt svörum sjónarhornsfræðinga við þessari gagnrýni.
sanDRa HaRDing