Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 167

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 167
166 Í sjónarhornsfræði er því haldið fram að rannsakendur sem leita uppi sjónarhorn þeirra sem standa höllum fæti efnahagslega, pólitískt og/eða félagslega og hafa ekki átt þátt í mótun og stjórn ráðandi stofnana, menn- ingu þeirra eða starfsháttum, geti rekist á nýjar og verðugar rannsókn- arspurningar, og nýjar upplýsingar og innsýn sem eykur umfang og áreið- anleika rannsókna þeirra. Getur sjónarhornsfræðin skipt máli í náttúruvísindum? Hafa þau ekki nú þegar nægilegar varnir gegn félagslegri hlutdrægni? Þeir sem svona spyrja gera ráð fyrir að félagslegir og menningarlegir þættir rannsókna séu alltaf vinsaðir úr á endanum og að eftir standi glæsilegur árangur eðlisfræði-, efnafræði- og líffræðirannsókna sem „hreinna vísinda“ eða „grunnrann- sókna“. Vissulega eru félagslegir og menningarlegir þættir oft fjarlægðir úr rannsóknum og rannsóknaniðurstöðum. Þó hafa kannanir félagsfræðinga, sagnfræðinga og félagslegra mannfræðinga á því hvernig rannsóknir eru skipulagðar og niðurstöður fengnar í líffræði, læknisfræði, umhverfisfræði, verkfræði, og jafnvel í eðlisfræði og efnafræði, sýnt fram á að þessi ferli verða einnig fyrir áhrifum af þjóðskipulagi og deila með því sérstökum félagslegum einkennum. Vissulega ættu menn ekki að búast við því að aug- ljós félagsleg einkenni komi fram í óhlutstæðum vísindum þó að þau sjáist skýrt í þeim vísindum sem snúast um mannleg sambönd. En þau fyrr- nefndu eru eigi að síður hluti af þjóðskipulaginu. Einnig þau geta notið góðs af spurningum sem vakna „annars staðar“, eins og gagnrýni síðari kynslóða og rannsakenda frá öðrum menningarheimum hafa sýnt á sann- færandi hátt. En félagslegir baráttuhópar geta ekki beðið eftir að stórfelldar félagslegar breytingar afhjúpi útbreiddar ranghugmyndir sem styðja hinn mikla ójöfnuð sem nú ríkir. Þeir telja að flýta verði fyrir þessum breyting- um með því að snúast gegn röngum staðhæfingum sem stuðla að undir - okun. Er sterk hlutlægni of módernísk? Er hún of póstmódernísk? Felur sterk hlutlægni í sér of margar af hugmyndum upplýsingarinnar, pósitívista eða rökfræðilegrar raunhyggju? Eða, ef við kjósum annað sjónarhorn, snýr hún baki við áherslum á sannleika og áreiðanleika í vísindum? Hvor tveggja gagnrýnin er það algeng að sjá má að sjónarhornsfræðin snúast um eitthvað annað en þau grunnsjónarmið sem koma úr þess- um áttum.34 Hún hafnar ekki áherslum upplýsingarinnar, pósitívisma og rökfræðilegrar raunhyggju á óhlutdrægt mat á gögnum, sanngirni 34 Sandra Harding, The Feminist Standpoint Theory Reader. sanDRa HaRDing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.