Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 98

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 98
97 opinni vegna þess að hún gerir ráð fyrir forspármöguleikum skrifanna, sem geta kallað fram framtíðarsýnir, mótsagnir og afturhvörf. Hún er ekki síður með hið táknræna hlutverk Sihanouks sem sameiningarafls í huga. Þegar friði var loks komið á í Kambódíu árið 1993 kom engum á óvart að Sihanouk skyldi þar hafa gegnt lykilhlutverki. Sama ár var hann krýndur konungur og endurheimti titil sem hann fékk fyrst frá Frökkum árið 1941. Þannig var bundinn táknrænn endir á áratuga langa baráttu milli fulltrúa smáþjóðar við volduga nágranna og stórveldi.68 Leikrit Cixous fjallar um óbilandi lífseiglu, en einnig um fallvelti og hverfulleik valdsins, sem blind- ar mönnum sýn og leiðir til harmleikja. Ú T D R Á T T U R Stjórnmál minninga. Hélène Cixous um Sihanouk, konung Kambódíu Í greininni er sjónum beint að hinu pólitíska í harmleik Hélène Cixous L’Histoire terrible mais inachevée de Norodom Sihanouk, roi du Cambodge (Hræðileg en ólokin saga Norodom Sihanouks, konungs Kambódíu) með áherslu á samspil sögu og minnis. Túlka má leikritið sem siðferðilega og pólitíska dæmisögu, þar sem Sih- anouk konungur birtist sem hlekkurinn milli fortíðar og nútíma í sjálfstæðisbar- áttu Kambódíumanna. Cixous greinir þessa sögu gegnum minningar hópa, eins og Kambódíumanna, Víetnama, Kínverja og Bandaríkjamanna, og setur hana í víðara sögulegt samhengi með skírskotun til nýlendustefnu, Víetnamstríðsins og kalda stríðsins. Færð eru rök fyrir því að líkja megi sagnfræðilegri og skáldlegri túlkun Cixous við það sem sagnfræðingurinn Susan Crane kallar „upplifun“ og þjónar þeim tilgangi að brúa bilið milli sögu og minnis. Markmið Cixous er ekki að setja saman texta með því að raða saman sögu- og minningabrotum um Kambódíu í snyrtilegri tímaröð og hún hafnar ekki „sannleiksleit“ í nafni sameiginlegra minninga og sjálfs- myndastjórnmála svo framarlega sem hún sé gerð í nafni „mismunar“. Hugtök- unum „sögu“ og „minni“ er ekki teflt fram sem andstæðum heldur er lögð áhersla á skyldleika og víxlverkun þeirra. Þannig má túlka skrif Cixous um brostnar vonir Kambódíu sem sögulega reynslu sem verður hluti af sameiginlegu minni. Lykilorð: Hélène Cixous, Sólarleikhúsið, saga og minni, Sihanouk, Kambódía 68 Bernadette Fort, „Theater, History, Ethics“, bls. 425–456. STJÓRNMÁL MiNNiNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.