Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 18
17
um hlutlægar staðreyndir sé að ræða byggjast þær að mati Douglas oft að
miklu leyti á hlutdrægum gildisdómum eins og stjórnmálaskoðunum til-
tekinna vísindamanna. Til dæmis má leiða líkum að því að vísindamaður
sem aðhyllist frjálshyggju væri líklegri til að gera lítið úr hættunni á að
díoxín valdi sjúkdómum, en sambærilegur vísindamaður á vinstri kanti
stjórnmálanna væri líklegri til að gera lítið úr þeim skaða sem felst í íþyngj-
andi lögum og reglum um starfsemi iðnfyrirtækja.
Rök Douglas hafa verið gagnrýnd á þeim forsendum að vísindamenn
samþykki alls ekki kenningar í þeim skilningi sem rökin gera ráð fyrir.13
innan vísindaheimspekinnar hefur ákveðin sýn á vísindarannsóknir verið
að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Sú sýn nefnist bayesísk þekk-
ingarfræði (e. Bayesian epistemology) og gengur meðal annars út á að það sé
varhugaverð einföldun þegar sagt er að vísindamenn telji sumar kenningar
sannar en aðrar ósannar.14 Samkvæmt bayesískri þekkingarfræði höfum við
öll missterkar skoðanir á því hvort eitthvað sé satt eða ósatt, og það sama
gildir um vísindamenn. Til dæmis gæti dæmigerður eðlisfræðingur talið að
það sé nær öruggt að frumeindakenningin sé sönn í einhverri mynd, mjög
líklegt að hulduefni (e. dark matter) sé til staðar í alheiminum, frekar líklegt
að hulduorka (e. dark energy) sé einnig til, frekar ólíklegt að strengjafræði
eigi við rök að styðjast, og nánast ómögulegt að nokkuð geti farið hraðar
en ljósið. Samkvæmt bayesískri þekkingarfræði má lýsa þessum missterku
skoðunum með hjálp líkindafræði, þannig að hver skoðun sé tengd við til-
teknar líkur á að fullyrðingin sem um ræðir sé sönn.
Þannig geta vísindamenn, að mati bayesískra þekkingarfræðinga, hæg-
lega komist hjá því að ákveða hvenær þeir eigi að samþykkja eða hafna
vísindakenningu með því einfaldlega að eigna því tilteknar líkur að kenn-
ingin sé sönn í ljósi þeirra gagna sem fyrir liggja. Í stað þess að lýsa því
yfir að tiltekin kenning sé sönn geta þeir þá sagt að líkurnar á því að hún sé
sönn séu 75%, 90%, 99% (eða hvað sem vera skal). Reyndar er þetta ein-
mitt oft gert þegar niðurstöður vísindarannsókna hafa miklar félagslegar,
13 Sjá meðal annars Richard Jeffrey, „Valuation and Acceptance of Scientific Hypothe-
ses“, Philosophy of Science 3/1956, bls. 237–246; isaac Levi, „On the Seriousness
of Mistakes“, Philosophy of Science 1/1962, bls. 47–65; og Sandra Mitchell, „The
Prescribed and Proscribed Values in Science Policy“, Science, Values, and Objectivity,
ritstj. Peter Machamer og Gereon Wolters, Pittsburgh: University of Pittsburgh
Press, 2004, bls. 245–255.
14 Svo notað sé ögn tæknilegra orðalag telja bayesískir þekkingarfræðingar að skoð-
anir séu ekki tvísætar (e. binary), þ.e.a.s. ekki eitthvað sem getur aðeins tekið tvö
möguleg gildi.
HLUTDRæGNi Í VÍSiNDUM