Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 60
59
Að hyggju Kuhns er röklega mögulegt að til geti verið ósammælanlegir
orðaforðar. Ekkert vit er í að tala um „hina einu, sönnu, þýðingu á yrðing-
um úr orðaforða O á yrðingar í orðaforða P“. Orðaforði (e. lexicon) nútíma
eðlisfræði er vissulega líkur orðaforða hinnar sígildu newtonsku eðlisfræði
en kerfisbundinn munur er á merkingu orðanna. Mál viðtakanna tveggja
er ósammælanlegt, þau hafa hvort sinn orðaforðann.43 Þannig hugsaði
Kuhn á efri árum, á sínum yngri dögum talaði hann ekki um orðaforða
en notaði líkingar sem ættaðar voru úr sálfræði skynjunar. Vísindamenn
yngra viðtaksins sjá „sömu“ staðreyndir á annan hátt en þeir eldri. Ef stað-
reyndirnar væru héra-andar-mynd þá sæju yngri mennirnir héra þar sem
þeir eldri sæju önd.44 Hinir yngri hafa orðið fyrir skynhvörfum (e. Gestalt
switch). Dæmi um slík hvörf er þegar maður tekur skyndilega að sjá héra-
andarmynd sem héra, hafandi áður séð hana sem önd.
Þessi hugmynd er ættuð frá vísindaheimspekingnum Norwood Russell
Hanson. Hann notfærði sér þá hugmynd Wittgensteins að skynjun sé alla
jafna eins og það að sjá eitthvað sem eitthvað annað, rétt eins og þegar við
sjáum línur á örk sem mynd af önd eða héra.45 Hin rétta skynjun er yfirleitt
ekki til fremur en hin eina sanna skynjun héraandarmyndar. Þessa visku
heimfærði Hanson á vísindin. Hann sagði að stjörnufræðingarnir Johannes
Kepler og Tycho Brahe hefðu ekki séð það sama er þeir börðu sólarlagið
augum. Sólmiðjusinninn Kepler sá afleiðingu af möndul snúningi jarð-
arinnar, jarðmiðjusinninn Brahe af snúningi sólar um jörðu.46 Eins manns
önd er annars manns héri.
Kuhn hefði bætt því við að viðtök þeirra Brahes og Keplers hefðu veitt
reynslu þeirra í mismunandi farvegi. Sú reynsla sem vísindamenn verði
fyrir innan ramma viðtaka er mótuð af virknisháttum (e. practices). iðjan
mótar reynsluna.
43 Thomas Kuhn, „Hvað hefur gerst eftir Gerð vísindabyltinga?“, þýð. Ketill Berg
Magnússon og Skúli Sigurðsson, Heimspeki á tuttugustu öld, ritstj. Einar Logi
Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, Reykjavík: Heimskringla, 1994, bls. 227–240.
Í íslensku þýðingunni er „lexicon“ þýtt sem „orðabók“. Ég tel að „orðaforði“ nái
merkingunni betur. Thomas Kuhn, „Commensurability, Comparability, Comm-
unicability“, The Road Since Structure, bls. 33–57.
44 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 111, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 242.
45 Ludwig Wittgenstein, Philosophical Investigations, bls. 195–197.
46 Norwood Russell Hanson, Patterns of Discovery, Cambridge; Cambridge University
Press, 1972, bls. 4–30.
ViðTöK OG VÍSiNDi