Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 103
102
heldur frekar sem „minnisferli“ (e. mnemonic process): „Minnisvettvangur er
stöðugt gæddur nýrri merkingu og verður að sjálf-varðveitandi iðustreymi
táknrænnar merkingar.“9 Minnisvettvangur hjálpar þannig við að draga
úr útbreiðslu sundurleitra minninga og skapar sameiginlegan ramma til
að vísa í og nota til að fjalla um fortíðina. Rigney talar fyrir rannsóknum á
minnisvettvanginum í vakningu þess sem hún kallar nýja áherslu á hreyf-
anleika (e. dynamics) í stað kyrrstöðu í minnisfræðum og fylgir almennt
breyttri áherslu innan menningarfræða á ferli í stað kyrrstæðra afurða.
Þannig hafa fræðimenn í ríkari mæli einbeitt sér að því hvernig menn-
ingarlegar afurðir berast um umhverfið og hafa áhrif á það.10
Hugtakið endurmiðlun (e. remediation) varpar ljósi á hvernig minn-
isvettvangur er settur saman í upphafi og hvernig honum er breytt eða
viðhaldið með endurtekinni framsetningu á ólíkum tímum og í ólíkum
miðlum.11 Eða eins og Astrid Erll og Ann Rigney greina frá í inngangi að
greinasafninu Mediation, Remediation and the Dynamics of Cultural Memory,
lýsir endurmiðlun „þeirri endurteknu miðlunarframsetningu [...] sem
„stefnt er saman og sameinuð“ í minnisvettvang, sem skapar, þéttir og
kemur á jafnvægi, en að sama skapi endurnýjar og varpar gagnrýnu ljósi á
tiltekinn vettvang.“12 Endurmiðlun birtir því ákveðið ferli sem vettvangur
menningarlegs minnis gengur í gegnum, sýnir fram á hvernig hann, og
um leið hugmyndafræðin sem hann byggir á og endurspeglar, er aldrei
stöðugur heldur síbreytilegur og tekur mið af viðmiðum og gildum úr
samtímanum. Endurmiðlun gegnir þannig grundvallarhlutverki í sköpun
minnisvettvangs en samþjöppun frásagna í ólíkum miðlum um tiltekinn
atburð breytir honum í minnisvettvang.13
Sögurnar í Reimleikum í Reykjavík birta áhugavert sjónarhorn á hug-
9 „Sites of memory are constantly being reinvested with new meaning’ and thus ‘be-
come a self-perpetuation vortex of symbolic investment.“ Ann Rigney, „Plenitude,
Scarcity and the Circulation of Cultural Memory“, Journal of European Studies,
1/2005, bls. 11–28, hér bls. 18. Íslensk þýðing mín.
10 Astrid Erll, Memory in Culture, bls. 27.
11 Astrid Erll, „Remembering across Time, Space and Cultures. Premediation, Reme-
diation and the ‘indian Mutiny’”, Mediation, Remediation and Dynamics of Cultural
Memory, bls. 109–138, hér bls. 111.
12 „[…] remediation describes the „repeated media representations [...] which „con-
verge and coalesce“ into a lieu de mémoire, which create, stabilize and consolidate,
but then also critically reflect upon and renew these sites.“ Astrid Erll og Ann
Rigney, „introduction: Cultural Memory and its Dynamics“, Mediation, Remedia-
tion and Dynamics of Cultural Memory, bls. 1–15, hér bls. 5. Íslensk þýðing mín.
13 Astrid Erll, „Remembering across Time“, bls. 111.
veRa knútsDóttiR