Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 147
146
Var gildislaust viðmið (e. value-free standard) um hlutlægni í rannsókn-
um það eina sem vit var í? Flestir töldu svo vera. Þrátt fyrir fyrri ábend-
ingar um djúpstæð vandamál sem fylgdu þessu allsráðandi viðmiði, að
minnsta kosti á sviði félagsvísinda,5 hafði enginn stungið upp á öðrum
raunhæfum kostum. Í anda kvennahreyfinga á áttunda áratugnum heyrð-
ust nokkrar raddir kalla eftir að horfið yrði frá hugmyndinni um hlutlægni.
En þessar óskir bárust öðru fremur frá félagsfræðingum sem stunduðu
eigindlegar rannsóknir – einkum þjóðfræðingum – og þurftu að réttlæta
gildi eigindlegra rannsókna fyrir gagnrýnum kollegum sem töldu að ekk-
ert annað en megindlegar rannsóknir, sem taldar voru gildislausar, væru
upplýsandi á þann hátt að styrkja áreiðanleika, eða forspárgetu, félagslegra
rannsókna.6 Aftur á móti vildu femínískir fræðimenn á sviði náttúruvísinda
og meirihluti þeirra sem störfuðu innan félagsvísinda sterkari og hentugri
viðmið um hlutlægni, jafnt í eigindlegum sem megindlegum rannsóknum.
Þeir vildu fá skýra umfjöllun um æxlunarfæri kvenna og hæfni þeirra til
rökhugsunar, um ástæður þess að konur byggju við fátækt og væru úti-
lokaðar frá efnahagslegri og pólitískri ákvarðanatöku, og um ólögmæti
kynferðisbrota og heimilisofbeldis. Menningarleg afstæðisrök (e. cultural
relativist arguments), sem voru til dæmis algeng í mannfræði, voru að þeirra
mati ekki boðleg í þessu samhengi.
Harvard University Press, 1982; Feminism and Methodology, ritstj. Sandra Harding,
Bloomington: indiana University Press, 1987; Discovering Reality. Feminist Per-
spectives on Epistemology, Metaphysics, Methodology, and Philosophy of Science, ritstj.
Sandra Harding og Merrill Hintikka, Dordrecht: Kluwer, 1983; Biological Woman.
The Convenient Myth, ritstj. Ruth Hubbard, M.S. Henifin og Barbara Fried, Cam-
bridge, MA: Schenkman, 1989; Joan Kelly-Gadol, „The Social Relations of the
Sexes. Methodological implications of Women’s History“, Signs: Journal of Women
in Culture and Society i, 4/1976, bls. 809–823; Woman’s Nature. Rationalizations of
Inequality, ritstj. Marian Lowe og Ruth Hubbard, New York: Pergamon Press,
1983; Another Voice. Feminist Perspectives on Social Life and Social Science, ritstj.
Marcia Millman og Rosabeth Moss Kanter, New York: Doubleday Anchor, 1975;
og Toward an Anthropology of Women, ritstj. Rayna R. Reiter, New York: Monthly
Review Press, 1975.
5 T.d. Richard Bernstein, The Restructuring of Social and Political Theory, Philadelphia:
University of Pennsylvania Press, 1992.
6 Umdeilt er hversu gildislausar megindlegar rannsóknir geta verið. Ólík sjónarhorn
á eðli stærðfræði, og sérstaklega sviða eins og tölfræði, trufla reglulega hugmyndir
um að stærðfræði sé eða geti verið gildislaus. Sjá David Bloor, Knowledge and Social
Imagery, London: Routledge and Kegan Paul, 1977; Morris Kline, Mathematics.
The Loss of Certainty, New York: Oxford, 1980; Sal Restivo, Mathematics in Society
and History. Sociological Inquiries, Dordrecht: Kluwer, 1992.
sanDRa HaRDing