Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 38
37
vísbendingar sem fólk ætti að þekkja úr eigin hversdagslegri reynslu eða
um mjög almennar rökfærslur sem allir ættu að skilja vandræðalaust.38
Það er síðan Platon sem fyrstur afmarkar rannsóknir á náttúrunni og
greinir frá heimspekinni og kallar he peri fuseos historía, í kafla úr Fædoni
sem ég fjalla nánar um á eftir.
IV
Orðið filosofía er sett saman úr tveimur liðum, filos og sofía.39 Ást (eða
þrá) og visku. Þetta er eitt af mörgum orðum sem byrja á filos og tákna
þrá manna eftir einhverju ákveðnu, silfri, heiðri eða öðru. Orðið og skyld
orð, eins og filosofos, finnst sjaldan í varðveittum heimildum fyrir daga
Platons og það virðist fyrst með honum að sú fræðagrein sem við þekkjum
og höfum þekkt á Vesturlöndum sem heimspeki – filosofía – hafi orðið til
undir þessu heiti. Í þessu felst miklu meira en bara sú staðreynd að eitt-
hvert ákveðið orð sé notað um fræðigrein. Með nafngiftinni kemur skiln-
ingur á því hvað þetta fyrirbæri er sem afmörkuð fræðigrein og skilgrein-
ing sem afmarkar það frá öðrum fræðigreinum eða sviðum mannlegrar
reynslu. Þegar Platon hefst handa við að marka sér heimspekina og gera
Sókrates að fyrirmynd allra heimspekinga þá gerir hann það í samkeppni
við aðra sem líka vilja eigna sér heimspeki – filosofἰa – og gefa henni annað
innhald en það sem Platon gerði. Tilraunir ræðuritarans Ísókratesar til
að eigna sér „heimspekina“ eru vel þekktar. Ólíkt sófistum Platons (sér-
staklega þeim Kalliklesi í Gorgíasi og Þrasýmakkosi í Ríkinu, sem töldu
heimspeki Platons algerlega gagnslaust dútl, góða æfingu fyrir börn en
hlægilega fyrir fullorðið fólk) þá vill Ísókrates frelsa „heimspekina“ frá
Platoni og gera hana að gagnlegri iðju.40 Hann gefur henni allt annað
innihald en Platon. Deilan snýst ekki bara um skilgreiningu fræðigreina
heldur líka um hvað telst vera gott líf og hvernig á að öðlast það, um hvað
það snýst að vera góð eða farsæl manneskja. Annað sem vekur athygli er
sú staðreynd að þeir gera báðir tilkall til þess að nota nafnið heimspeki –
fílosofía – um sínar greinar, sem bendir til að það hafi í sjálfu sér verið talið
38 Bls. 115–126 í Eiríkur Smári Sigurðarson, Studies in Historia. Því er oft haldið fram
að höfundur noti orðið til að vísa í eitthvað sem hann hefur séð eða uppgötvað en
svo er augljóslega ekki (þeir sem lesa textann svo virðast gefa sér að orð af stofn-
inum ἱστῶρ hafi eitthvað með sjón eða reynslu að gera).
39 Orðsifjar þessara tveggja liða eru ekki þekktar.
40 Góð umfjöllunin um þessa deilu er hjá Andreu Wilson Nightingale, Genres in
Dialogue. Sjá sérstaklega kafla 1.
Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi