Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 58
57
orðum. Þekking sú sem fólgin er í viðtökunum er þögul þekking, réttara
sagt kunnátta fremur en þekking. Þekking eða kunnátta er þögul ef hún
verður ekki fulltjáð í staðhæfingum.34 Hugmyndin um þögla þekkingu er
ættuð frá ungversk-breska fjölfræðingnum Michael Polanyi. Reyndar má
finna svipaðar hugmyndir hjá Wittgenstein, hann talar eins og til sé þekk-
ing sem ekki verði tjáð í orðum. Hann gefur í skyn að menn geti mætavel
þekkt hljóm klarínetts án þess að geta komið orðum að þekkingunni.35
Polanyi notar önnur dæmi, t.d. þekkingu okkar á andlitum vina og kunn-
ingja, auk kunnáttu okkar af ýmsu tagi. Við þekkjum andlit vina okkar án
teljandi erfiðleika. Samt getum við ekki lýst þeim svo vel að fólk sem ekki
hefur séð þau sjái þau í huganum í krafti lýsingarinnar einnar. Við getum
hjólað og smíðað án þess að geta gert grein fyrir kunnáttunni. Ef við hugs-
uðum um hvert einasta skref sem við tökum þegar við hjólum myndum við
detta af baki! Polanyi segir beinum orðum: „We know more than we can
tell.“36 Staðhæfinga-þekking (e. propositional knowledge) sé eins og sá hluti
ísjakans sem sjáanlegur er, þögul þekking sé eins og þau 90% ísjakans sem
eru undir yfirborði hafsins. Þannig er þögul þekking grundvöllur þeirrar
þekkingar sem hægt er að tjá í staðhæfingum á borð við „orka er það sama
og massi sinnum ljóshraðinn í öðru veldi“. Við getum ekki lært að hjóla
eða smíða af bókum, aðeins með þjálfun, með athöfnum, því þekking eða
kunnátta hjólreiða og smíða er þögul. 37
Sé þögul þekking grundvöllur viðtaka Kuhns þá líkjast þau fremur
handverki en frumspeki, skóladæmum í málfræði fremur en kenningum
um tungumálið. Vísindaleg skóladæmi eru með mikilvægustu þáttum við-
takanna. Nánar tiltekið skóladæmi um hvernig leysa eigi tiltekin vísindaleg
vandamál, rétt eins og beygingardæmi málfræðinnar sýna hvernig vissir
orðflokkar eigi að beygjast.38 Við tileinkum okkur málfræði með þjálfun
þar sem beygingardæmin leika lykilhlutverk. Að breyttu breytanda tileink-
um við okkur vísindi með sama hætti.
34 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 191, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 371.
35 Ludwig Wittgenstein, Philosophical Investigations, bls. 36 (§7).
36 Michael Polanyi, The Tacit Dimension. Garden City: Doubleday, 1966, bls. 4. Í
þýðingu minni: „Við getum ekki tjáð alla þekkingu okkar.“
37 Meginrit Polanyis um þögla þekkingu er Michael Polanyi, Personal Knowledge. Tow-
ards a Post-Critical Philosophy, Chicago: Chicago University Press, 1958, sérstaklega
bls. 49–131.
38 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 187, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 364–365.
ViðTöK OG VÍSiNDi