Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 47
46
Í textunum hér að framan sjáum við hvernig hugtökunum historía og
filosofía er teflt hvoru gegn öðru í umræðum og deilum um eðli þekking-
ar og vísinda. Þetta samspil heldur áfram en á breyttum forsendum eftir
að hugtökin hafa fengið mun ákveðnari merkingu en þau höfðu fram að
fyrstu áratugum 4. aldar. Þegar Aristóteles þróar „sögulegar“ rannsóknir
áfram í náttúrufræði sinni (þ.e. í dýrafræðinni) þá leggur hann ríka áherslu
á að þó hið almenna, þ.e. hið heimspekilega, sé verðmætara en hið einstaka
þá séu rannsóknir á náttúrufyrirbærum líka verðmætar þar sem þær gefa
miklu meiri og nákvæmari þekkingu.58 Rannsóknir á sálinni eru göfugar
bæði vegna þess að viðfangsefnið, þ.e. sálin, er göfugt og vegna þess að
rannsóknir á sálinni geta leitt af sér nákvæmar niðurstöður59 – sálin er, skv.
Aristótelesi, form hins lifandi líkama og því er Dýrafræðin (HA) í raun hluti
af rannsóknum á sálinni. Hann gerir tilraun til að smíða eina heildstæða
vísindakenningu sem nær bæði yfir historía og filosofía.
VI
Hér að framan hef ég gert tilraun til að greina mótun fræðigreinanna sögu
og heimspeki út frá notkun orðanna historía og filosofía fram á fjórðu öld,
þ.e. til Platons og Aristótelesar. Greiningin er takmörkuð við vestræn hug-
tök og þróun hugtakanna sagnfræði og heimspeki á Vesturlöndum. Þetta
er að vissu leyti óhjákvæmilegt þar sem spurningin um þróun sagnfræði
og heimspeki annars staðar í heiminum er frá okkar, vestræna, sjónarhóli
ávallt bundin við notkun okkar hugtaka og spurningin um hvort og hvernig
sagnfræði og heimspeki þróuðust í Kína, indlandi og víðar er á sama tíma
alltaf spurning um hvort það sem við finnum þar sé yfirhöfuð sagnfræði
og heimspeki eða hugsanlega eitthvað allt annað.60 Í þessari vestrænu sögu
eru skýr skil um aldamótin 400. Fram að þeim tíma voru hugmyndir um
þessar greinar mun óljósari og fjölbreytilegri en síðar varð. Það má færa
rök fyrir því að samruni orðanna og hugtakanna, sem á sér stað um þetta
leyti, breyti umræðunni. Eftir það varð illmögulegt að fjalla um sagnfræði
og heimspeki án þess að nota orðin historía og filosofía, eða einhverja mynd
þeirra. Þessu fylgdi auðvitað ekki sameiginlegur skilningur á merkingu
hugtakanna og enn þann dag í dag er ekkert samkomulag um hvað sagn-
fræði eða heimspeki eiginlega eru. Það sem einum finnst faglegt finnst
58 Sjá sérstaklega frægan kafla í Dýrapörtum (PA), i, 5.
59 Um sálina (de Anima), i, 1.
60 Sjá umfjöllun um þetta hjá Lloyd, Disciplines in the Making, passim.
eiRíkuR smáRi siguRðaRson