Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 79

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 79
78 öld milli hægri einræðisstjórnar Lon Nols og Rauðu khmeranna, sem lauk árið 1975 með sigri kommúnista. Þeir gerðust síðan sekir um þjóðarmorð í Kambódíu sem kostaði tvær milljónir manna lífið. Titill leikritsins er táknrænn, enda fjallar það um örlög heillar þjóðar gegnum einn mann – Norodom Sihanouk sem var enn í útlegð þegar það var sett á svið og hafði ekki lokið hlutverki sínu í stjórnmálasögu Kambódíu. Hann var konungur/prins Kambódíu á árunum 1941–1970; fór fyrir útlagastjórn 1970–1975; var leiðtogi andstöðunnar gegn lepp- stjórn Víetnama 1978–1991; og gegndi embætti konungs á ný á árunum 1993–2004, en þá tók sonur hans við. Sihanouk hafði einnig verið hálf- gerður pólitískur gísl Rauðu khmeranna á árunum 1975–1976 áður en hann fór í útlegð. Eftir að konungsdæmi Kambódíu var endurreist fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna bar það ekki aðeins vitni um pólitískt lang- lífi Sihanouks, heldur einnig þá staðreynd að talið var vonlaust að koma á stöðugleika í landinu án aðkomu hans. Skoða má leikritið sem siðferðilega og pólitíska dæmisögu, þar sem Sihanouk birtist sem hlekkurinn milli fortíðar og nútíma.4 Það hefst með ákvörðun Sihanouks um að segja af sér konungsdómi árið 1955 og stjórna landinu sem prins og forsætisráðherra. Síðan er fjallað um örvænting- arfullar tilraunir hans til að viðhalda fullveldi og hlutleysi Kambódíu. Loks er sjónum beint að falli ríkisins í kjölfar erlendrar hernaðaríhlut- unar, borgarastyrjaldar og útrýmingarherferðar sem linnti ekki fyrr en með innrás Víetnama árið 1978. Markmið þeirra Cixous og Mnouchkine var ekki aðeins að nota söguna til að ljá þjáningu Kambódíu merkingu í samtímanum og forða henni frá gleymsku. Þær vildu einnig vísa til þeirrar ábyrgðar sem felst í því að virkja og halda á lofti sameiginlegum minn- ingum – hvort sem þær eru kambódískar, bandarískar, kínverskar eða víetnamskar – sem og minningum einstaklinga sem lentu í harmleiknum 4 Sjá David Graver, „The Théâtre du Soleil. The Production of „Sihanouk“, New Theatre Quarterly 2/1986, bls. 212–215; Adrian Kiernander, Ariane Mnouchkine and the Théâtre du Soleil, Cambridge: Cambridge University Press, 1993, bls. 28–44, 125–134; Adrian Kiernander, „The King of Cambodia“, Plays and Players 9/1996, bls. 17–18; Frédéric Sabouraud, „Coup de soleil pour Sihanouk“, Le Nouvel Ob- servateur, 6.–12. september 1985, bls. 52–54; Celita Lamar, „Norodom Sihanouk, A Hero of Our Times. Character Development in Hélène Cixous’ Cambodian Epic“, From the Bard to Broadway, ritstj. Karelisa Harigan, New York: University Presses of America, 1987, bls. 157–166; Rosette Lamont, „„The Terrible but Unended Story of Norodom Sihanouk: King of Cambodia“ by Hélène Cixous“, Performing Arts Journal 10/1986, bls. 46–50. iRma eRlingsDóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.