Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 65

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 65
64 Venjuvísindamenn þrjóskist við að gefa viðtök upp á bátinn og það sé yfirleitt skynsamlegt að hegða sér þannig, að hyggju Kuhns. Viðtökin nálgast vart sannleikann en samt er hægt að tala um fram- farir innan ramma þeirra. Sérhvert viðtak batnar með tímanum, verður nákvæmara og betra tæki til að leysa vandamál. Að svo miklu leyti sem hægt er að bera viðtök saman þá eru ný viðtök að jafnaði nákvæmari en þau gömlu og leysa yfirleitt vandamál betur en gömlu viðtökin. Samt búa nýju viðtökin ekki yfir öllum mætti (e. capabilities) gömlu viðtakanna.64 Eins og Kaninn segir „you win some, you lose some“. Viðtökin leysa hvert annað af hólmi í sögu vísindanna, hvert með sínar sérstöku aðferðir, sérstaka hugtakaforða, sérstaka gildismat, sérstöku stofn- anir og sérstaka mælikvarða á gæði rökfærslu. Vísindin eru leiðarhnoða sem fylgir engri nákvæmri átt, engin gefin skýring er til á því hvers vegna sum viðtök líða undir lok og önnur koma í staðinn. Að skipta um skoðun, taka nýtt viðtak gilt, líkist fremur því að turnast til trúar en að taka afstöðu með rökum (eða taka skyndilega að sjá héra-andar-myndina sem héra en ekki önd eins og áður).65 Kuhn segir að það sé engin furða því ekki sé til neinn mælikvarði á góða rökfærslu sem er alveg handan viðtakanna. Enda séu hópar venjuvísindamanna líkastir trúflokkum sem setji villutrúarmenn út af sakramentinu. Max Planck hafi sagt að vísindaleg sannindi nái ekki hylli vegna þess að vísindamenn láti sannfærast af góðum rökum, heldur vegna þess að andstæðingar kenningarinnar deyi út.66 Samt hafi rök vissa þýðingu fyrir val vísindamanna á viðtökum. Þeir séu eins og dómarar sem dæmi eftir venjurétti, ekki laganna bókstaf enda sé hann ekki til í veröld vísindanna.67 Vilhjálmur vísindamaður velur kannski viðtak V því hann telur að það sé nákvæmara, einfaldara og gefi góða von um að leysa gátur vel. En Valgerður vísindamaður hafnar V því henni finnst það skorta skýri- gildi og umtak, þess utan sé það ekki eins nákvæmt og Vilhjálmur haldi. „Sínum augum lítur hver silfrið“. Meinið er að það er ekki til neitt algrím fyrir val þeirra á viðtökum enda er skilningur þeirra á hugtökum eins og „nákvæmni“ og „skýrigildi“ einatt litaður af viðtökum og kenningum. Það 64 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 169–170, Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 326. 65 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 150, Thomas Kuhn, Vís- indabyltingar, bls. 304–305. 66 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 151, Thomas Kuhn, Vís- indabyltingar, bls. 306. 67 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 23, Thomas Kuhn, Vís- indabyltingar, bls. 102. steFán snævaRR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.