Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 108
107
Í How Modernity Forgets beinir Connerton sjónum að því hvernig sam-
félag okkar í síðkapítalískum nútíma byggir á og stefnir að gleymsku og
hvernig nútímasamfélag hefur áhrif á hæfni einstaklinga til að muna.22
Samkvæmt Connerton er stöðugleiki staðarins algjört grundvallaratriði í
goðsögninni um Simonides. Í nútímasamfélagi er þessi stöðugleiki ekki
lengur til staðar heldur einkennist það af örum breytingum sem skapar þau
áhrif að gleymska verður að viðtekinni venju og ákveðnu nútímaástandi.23
Nútíminn einkennist almennt af gleymsku, segir Connerton, sem byggir
á ákveðnu ferli sem leitast við að skilja félagslegt líf frá umhverfinu og
mannlegri stærð: Við lifum lífi okkar á miklum hraða, borgir eru orðnar
það stórar (og flóknar) að það er ekki hægt að leggja þær á minnið, borgar-
skipulag hefur stuttan líftíma og borgir sem hægt er að ganga um eru ekki
lengur til. Allt þetta hefur sorfið undirstöðuna sem við byggjum minning-
ar okkar á og deilum.24 Þar sem nútímaborgir eru ekki lengur í tengslum
við mælikvarða líkamans missa einstaklingar hæfnina til að muna.
Connerton skiptir staðarminni ennfremur í minnisvarða (e. memorial)
og minnisstað (e. locus).25 Minnisvarðar eru sérstaklega hannaðir fyrir viss
tækifæri og þeim er komið fyrir á ákveðnum stöðum til þess að standa vörð
um ákveðið minni eða minningu. Minnisstaður er aftur á móti staður sem
tengist okkar daglega lífi og við leggjum á minnið án þess að gefa því mik-
inn gaum. Virkni hans er því ómeðvituð á meðan bygging minnisvarðans
er meðvituð athöfn. Minnisvarði bindur saman minningu og stað og getur
verið áfangastaður í pílagrímsferð, staðarnafn eða örnefni en locus (minn-
isstaður) er staður þar sem menningarlegt minni verður til og getur verið
til dæmis venjulegt hús eða gata.26
Minnisvarðinn og minnisstaðurinn hafa ennfremur ólík tengsl við
menningarlega gleymsku. Minnisvarðar eru margir hverjir áhrifaríkir
minnisstaðir en að sama skapi geta áhrif þeirra verið margræð og vísað í
marglaga merkingu. Minnisvarðinn er fyrst og fremst sprottinn af þránni
til að minnast og verður til fyrir tilstuðlan hræðslu og ógnar við menn-
ingarlegt minnisleysi.27 En gleymska er einnig óhjákvæmilega hluti af
minnisvarðanum því um leið og við veljum að minnast tiltekinna atburða
22 Paul Connerton, How Modernity Forgets, bls. i.
23 Sama heimild, bls. 5.
24 Sama heimild, bls. 5.
25 Sama heimild, bls. 10.
26 Sama heimild, bls. 10.
27 Sama heimild, bls. 27.
REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK