Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 108
107 Í How Modernity Forgets beinir Connerton sjónum að því hvernig sam- félag okkar í síðkapítalískum nútíma byggir á og stefnir að gleymsku og hvernig nútímasamfélag hefur áhrif á hæfni einstaklinga til að muna.22 Samkvæmt Connerton er stöðugleiki staðarins algjört grundvallaratriði í goðsögninni um Simonides. Í nútímasamfélagi er þessi stöðugleiki ekki lengur til staðar heldur einkennist það af örum breytingum sem skapar þau áhrif að gleymska verður að viðtekinni venju og ákveðnu nútímaástandi.23 Nútíminn einkennist almennt af gleymsku, segir Connerton, sem byggir á ákveðnu ferli sem leitast við að skilja félagslegt líf frá umhverfinu og mannlegri stærð: Við lifum lífi okkar á miklum hraða, borgir eru orðnar það stórar (og flóknar) að það er ekki hægt að leggja þær á minnið, borgar- skipulag hefur stuttan líftíma og borgir sem hægt er að ganga um eru ekki lengur til. Allt þetta hefur sorfið undirstöðuna sem við byggjum minning- ar okkar á og deilum.24 Þar sem nútímaborgir eru ekki lengur í tengslum við mælikvarða líkamans missa einstaklingar hæfnina til að muna. Connerton skiptir staðarminni ennfremur í minnisvarða (e. memorial) og minnisstað (e. locus).25 Minnisvarðar eru sérstaklega hannaðir fyrir viss tækifæri og þeim er komið fyrir á ákveðnum stöðum til þess að standa vörð um ákveðið minni eða minningu. Minnisstaður er aftur á móti staður sem tengist okkar daglega lífi og við leggjum á minnið án þess að gefa því mik- inn gaum. Virkni hans er því ómeðvituð á meðan bygging minnisvarðans er meðvituð athöfn. Minnisvarði bindur saman minningu og stað og getur verið áfangastaður í pílagrímsferð, staðarnafn eða örnefni en locus (minn- isstaður) er staður þar sem menningarlegt minni verður til og getur verið til dæmis venjulegt hús eða gata.26 Minnisvarðinn og minnisstaðurinn hafa ennfremur ólík tengsl við menningarlega gleymsku. Minnisvarðar eru margir hverjir áhrifaríkir minnisstaðir en að sama skapi geta áhrif þeirra verið margræð og vísað í marglaga merkingu. Minnisvarðinn er fyrst og fremst sprottinn af þránni til að minnast og verður til fyrir tilstuðlan hræðslu og ógnar við menn- ingarlegt minnisleysi.27 En gleymska er einnig óhjákvæmilega hluti af minnisvarðanum því um leið og við veljum að minnast tiltekinna atburða 22 Paul Connerton, How Modernity Forgets, bls. i. 23 Sama heimild, bls. 5. 24 Sama heimild, bls. 5. 25 Sama heimild, bls. 10. 26 Sama heimild, bls. 10. 27 Sama heimild, bls. 27. REiMLEiKAR Í REYKJAVÍK
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.