Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 155

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 155
154 rannsókna. Staðreyndirnar sem sýnt var fram á eru hlutlægar. Þó mætti velta fyrir sér hverju þessi notkun orðsins bætir við fullyrðingar í þá veru að rannsóknarniðurstöður séu vel staðfestar. Hér virðist orðið „hlutlægur“ koma í staðinn fyrir orðið „sannur“ eða „líklega sannur“. Reyndar hefur heimspekingurinn ian Hacking fært rök fyrir því að óhlutbundin hugtök á borð við „hlutlægni“ séu ekki annað en lyftiorð (e. elevator words) sem ætlað er gera það vísindalegra sem er til umfjöllunar hverju sinni.17 Í eiginlegu rannsóknasamhengi er hugtakið oft notað þegar vísað er til rannsóknaraðferða. Þá er yfirleitt átt við aðferðir við gagnaöflun, svo sem vettvangsathuganir, viðtöl, kannanir, rannsóknir á skjalasöfnum eða tölfræðilega gagnasöfnun. En í þessari umfjöllun hér er viðfangsefnið aðferðafræði, eða aðferðakenning. Spurningin er hvernig á að framkvæma rannsóknir sem auka bæði umfang og áreiðanleika niðurstaðnanna og gera um leið mögulegt að svara þeim spurningum sem skipta hina kúguðu mestu máli.18 Sjónarhornsfræðingar kalla þessa aðferðafræðilegu þætti oft aðferðir „rannsókna“ (e. methods of „research“), en þó er ljóst að það eru ekki aðferðir gagnaöflunar sem skipta máli heldur skipulag og markmið rannsóknarinnar.19 Kjarni skuldbindingar um hlutlægar rannsóknir Teygir hugtakið „hlut- lægur“ sig í of margar áttir til þess að merking þess og tilvísun sé ljós? Svo er ekki. Við getum í það minnsta dregið fram sameiginlegan kjarna þeirrar skuldbindingar sem hugtakið felur í sér úr margþættum merk- ingum og tilvísunum. Hlutlæg rannsókn þarf að vera óhlutdræg gagnvart reynslugögnum, gagnrýnendum og hörðustu gagnrýni sem hægt er að ímynda sér, jafnvel þótt enn hafi enginn sett hana fram. Þetta er náttúrlega kjarni hefðbundinna hugmynda um hlutlæga rannsókn. „Sterk hlutlægni“ er þess vegna trú meginhugsun hins viðtekna sjónarmiðs þó að hún hafni hugmyndinni um gildishlutlausa hlutlægni. Sterk hlutlægni er reyndar „raunveruleg hlutlægni“; hún er betur til þess fallin að ná markmiðum óhlutdrægni en sú hlutlægni sem tengist hugsjón gildisleysis. Sé lögð rækt 17 ian Hacking (The Social Construction of What? Cambridge: Cambridge University Press, 1999, bls. 21 og áfram) hefur vissulega rétt fyrir sér um það hversu oft hug- takið er notað á þennan hátt. Hins vegar, eins og kemur fram hér aftar, tel ég að enn megi segja áhugaverða hluti um hlutlægni vísindalegra hugsjóna og starfshátta. 18 Alan Megill setur fram svipaðan lista yfir tilvísanir hugtaksins í „Rethinking Objectivity“, Annals of Scholarship 3/1992. 19 Femínistar hafa vitanlega einnig velt fyrir sér aðferðum við gagnaöflun, en það er ekki meginfókus sjónarhornsaðferðafræða. sanDRa HaRDing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.