Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 151

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 151
150 hópum væru nánast eingöngu karlmenn. Konur hefðu verið útilokaðar frá fullri þátttöku – eða jafnvel allri þátttöku – í slíkum hópum. Þess vegna væru ríkjandi hugmyndir innan fræðigreinanna engan veginn gildislaus- ar. Þær væru hugmyndafræðilegir rammar sem samsvöruðu hagsmunum ráðandi hóps karla. Rannsóknarniðurstöður sem fram kæmu innan slíkra ramma væru síðan notaðar til að móta samfélagsstefnu sem gerði þessi sjónarmið karla að „veruleika“ – þau ein væru tekin upp innan samfélags- ins. Catherine MacKinnon varð þekkt fyrir að halda því fram að „ríkið væri karlkyns“ að því leyti að það liti aðeins á nauðgun frá sjónarhorni karla sem nauðga.10 Því „hlutlægari“ sem krafa virtist í réttarkerfinu, því síður endurspeglaði hún sjónarmið kvenna. „Hlutlægni“ innan réttarkerf- isins þýddi sjónarmið karla, benti hún á. Umfang þessarar gagnrýni femínista á það sem átti að heita góð og fullkomlega hlutlæg rannsókn í náttúru- og félagsvísindum sést í stuttu máli best á því að karlremba og karllægni hafði mótað nánast hvert þrep í þróun rannsóknanna. Mismunun og hlutdrægni höfðu mótað val á því sem taldist áhugavert og mikilvægt rannsóknarefni á sviði vísinda og tækni og því hvað töldust þýðingarmiklar hugmyndir og tilgátur sem ætti að einbeita sér að. Skipulag rannsókna hafði mótast af þessu sama, sömuleiðis þau gögn sem talin voru skipta máli og túlkun þeirra. Karlremba og karl- lægni hafði mótað ályktanir sem dregnar voru af gögnunum og ákvarðanir um hverjum yrðu kynntar rannsóknaniðurstöður. Og það sem mestu máli skipti var að konur voru ekki taldar eiga réttmæta hlutdeild í þeim aðstæð- um sem þyrfti að rannsaka. Fræðasamfélagið hefur þurft langan tíma til að viðurkenna að það er ákaflega mikilvægt þegar unnið er að rannsóknum að ná til allra sem eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta og ráðfæra sig við þá, vilji menn forðast þær gerðir rannsókna sem hér var lýst. Svipuð gagnrýni hefur komið fram í rannsóknum á kynþáttahyggju og stéttaskiptingu, í eft- irlendufræðum og öllum öðrum rannsóknum á félagslegri mismunun. Sjónarhornsfræðin bentu á að til þess að rannsóknir á náttúru og félags- stengslum yrðu hlutlægari, ættu rannsakendur að hefja rannsóknir utan ríkjandi hugmyndafræðilegra ramma – það er að segja, á daglegu lífi und- irokaðra hópa eins og kvenna.11 Hér vísa ég til kenningarinnar um „sterka 10 Catherine MacKinnon, „Feminism, Marxism, Method, and the State. Toward Feminist Jurisprudence“, Signs 4/1983, bls. 635–668. 11 Áhrifamikla umfjöllun um þetta efni með tilliti til margvíslegra tegunda mismun- unar má finna í Sheila Jasanoff, Designs on Nature. Science and Democracy in Europe and the United States, Princeton, NJ: Princeton University Press, 2005 og Jenny sanDRa HaRDing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.