Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 151
150
hópum væru nánast eingöngu karlmenn. Konur hefðu verið útilokaðar frá
fullri þátttöku – eða jafnvel allri þátttöku – í slíkum hópum. Þess vegna
væru ríkjandi hugmyndir innan fræðigreinanna engan veginn gildislaus-
ar. Þær væru hugmyndafræðilegir rammar sem samsvöruðu hagsmunum
ráðandi hóps karla. Rannsóknarniðurstöður sem fram kæmu innan slíkra
ramma væru síðan notaðar til að móta samfélagsstefnu sem gerði þessi
sjónarmið karla að „veruleika“ – þau ein væru tekin upp innan samfélags-
ins. Catherine MacKinnon varð þekkt fyrir að halda því fram að „ríkið
væri karlkyns“ að því leyti að það liti aðeins á nauðgun frá sjónarhorni
karla sem nauðga.10 Því „hlutlægari“ sem krafa virtist í réttarkerfinu, því
síður endurspeglaði hún sjónarmið kvenna. „Hlutlægni“ innan réttarkerf-
isins þýddi sjónarmið karla, benti hún á.
Umfang þessarar gagnrýni femínista á það sem átti að heita góð og
fullkomlega hlutlæg rannsókn í náttúru- og félagsvísindum sést í stuttu
máli best á því að karlremba og karllægni hafði mótað nánast hvert þrep
í þróun rannsóknanna. Mismunun og hlutdrægni höfðu mótað val á því
sem taldist áhugavert og mikilvægt rannsóknarefni á sviði vísinda og tækni
og því hvað töldust þýðingarmiklar hugmyndir og tilgátur sem ætti að
einbeita sér að. Skipulag rannsókna hafði mótast af þessu sama, sömuleiðis
þau gögn sem talin voru skipta máli og túlkun þeirra. Karlremba og karl-
lægni hafði mótað ályktanir sem dregnar voru af gögnunum og ákvarðanir
um hverjum yrðu kynntar rannsóknaniðurstöður. Og það sem mestu máli
skipti var að konur voru ekki taldar eiga réttmæta hlutdeild í þeim aðstæð-
um sem þyrfti að rannsaka. Fræðasamfélagið hefur þurft langan tíma til að
viðurkenna að það er ákaflega mikilvægt þegar unnið er að rannsóknum að
ná til allra sem eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta og ráðfæra sig við þá,
vilji menn forðast þær gerðir rannsókna sem hér var lýst. Svipuð gagnrýni
hefur komið fram í rannsóknum á kynþáttahyggju og stéttaskiptingu, í eft-
irlendufræðum og öllum öðrum rannsóknum á félagslegri mismunun.
Sjónarhornsfræðin bentu á að til þess að rannsóknir á náttúru og félags-
stengslum yrðu hlutlægari, ættu rannsakendur að hefja rannsóknir utan
ríkjandi hugmyndafræðilegra ramma – það er að segja, á daglegu lífi und-
irokaðra hópa eins og kvenna.11 Hér vísa ég til kenningarinnar um „sterka
10 Catherine MacKinnon, „Feminism, Marxism, Method, and the State. Toward
Feminist Jurisprudence“, Signs 4/1983, bls. 635–668.
11 Áhrifamikla umfjöllun um þetta efni með tilliti til margvíslegra tegunda mismun-
unar má finna í Sheila Jasanoff, Designs on Nature. Science and Democracy in Europe
and the United States, Princeton, NJ: Princeton University Press, 2005 og Jenny
sanDRa HaRDing