Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 52
51
sem eru hvorki hrekjanlegar né vel studdar af reynslunni, við munum sjá
dæmi um slíkar kenningar síðar í þessari grein. Í öðru lagi er til urmull af
kenningum sem eru bæði hrekjanlegar og vel studdar af reynslunni en eru
ekki vísindalegar. Engum dytti í hug að kalla kenningu mína um að ég sitji
nú við skriftir „vísindalega“. Samt er hún afsannanleg, mig gæti verið að
dreyma. Hún er líka vel studd af reynslunni, ýmsir geta borið vitni um að
ég sé nú staddur á vinnustað mínum.
Kuhn vildi leysa vandann með því að höggva á Gordíonshnútinn. Hann
talaði eins og það þjóni engum tilgangi að leita að almennum mælikvarða
á góð vísindi, leita að hinum heilaga kaleik aðferðarinnar.8 Meira vit sé
því að gaumgæfa sögu vísindanna en meinta aðferð þeirra. En ekki með
því að gefa vísindaheimspeki upp á bátinn heldur með því að samtvinna
vísindasögu og –heimspeki. Enda sé ekki hægt að greina sögulega lýsingu
á vísindum skarplega frá forskriftum fyrir góð vísindi. Lýsingar og for-
skriftir séu á ýmsum sviðum samofnar. Kuhn láist að útskýra hvers vegna
en nefnir að Wittgensteinssinnaðir heimspekingar segi að lýsingar og for-
skriftir séu oft samtvinnaðar.9 Ekki í fyrsta og heldur ekki síðasta skiptið
sem Kuhn rökstyður ekki almennilega staðhæfingar sínar. Nefna má að
John Searle (sem er undir áhrifum frá Wittgenstein) sagði að af lýsingu
á röklegri afleiðslu megi draga þá ályktun röklega að hún sé gild rök-
leiðsla en „gild“ sé matsyrði. Af raunhæfingum um rökleiðslu megi leiða
dæmandi yrðingar um gæði rökleiðslunnar. Það verði ekki bæði sleppt og
haldið, sé það satt að X sé gild rökfærsla þá sé hún þar með réttmæt og góð
rökfærsla. Að kalla rökfærsluna „góða og réttmæta“ sé að meta hana, dæma
um gæði hennar.10 Kuhn virðist hugsa með líkum hætti, söguleg lýsing á
vísindakenningum verður ekki skarplega aðgreind frá dómum um gæði
kenninganna.
Kuhn heldur því fram að nánari athugun sýni að vísindasagan sé nán-
ast fölsuð, alla vega gróflega einfölduð. Búin hafi verið til fegruð mynd
af vísindunum sem sýni hugumstóra andans menn ganga frjálslega til
móts við ljósið, ljós sannleikans. Með öðrum orðum þá sýnir myndin
hodology of Scientific Research Programs“, Criticism and the Growth of Knowledge,
ritstj. imre Lakatos og Alan Musgrave, Cambridge: Cambridge University Press,
1970, bls. 91–197.
8 Hann segir þetta ekki beinum orðum en gæti hafa gert það.
9 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, 2. útgáfa, Chicago: Chicago
University Press, 1970, bls. 207, Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 397.
10 John Searle, Speech Acts. An Esssay on the Philosophy of Language. Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1969, bls. 133–134.
ViðTöK OG VÍSiNDi