Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 128

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 128
127 in“ og það má hugsa sér að þrengsl og einsleitni íslensks samfélags valdi verri viðbrögðum við skrýtnu fólki en í því danska þar sem fjölbreytnin er meiri. Auk þess sýna verk Málfríðar að hún hefur afburða vald á máli og frásögn og í því er hún naumast eftirbátur íslensku læknanna.19 Því getur maður gert sér í hugarlund að þessir eiginleikar hennar kunni að hafa orkað ógnandi á íslensku læknana en þegar hún var komin til Danmerkur og gat ekki lengur tjáð sig á móðurmálinu, hafi samband hennar við lækna orðið annað. Það skiptir sumsé ekki bara máli hver segir frá sársauka, heldur ekki síður hvernig frásögninni er hagað. En skáldskapur er jafnan talinn hreyfa meira við fólki en sífelldur fréttaflutningur af þjáningum annarra. Það leið- ir hugann að því hvort læknar verði með tímanum ónæmir fyrir umkvört- unum sjúklinga.20 Einnig er rétt að hafa hugfast að framkoma lækna við skjólstæðinga hefur tekið stakkaskiptum síðan um miðja tuttugustu öld. Læknar sem komu heim til Íslands á áttunda áratug tuttugustu aldar með sérmenntun í heimilislækningum voru þjálfaðir í að koma öðruvísi fram við sjúklinga en læknar fjórða áratugarins.21 Enn styttra er svo síðan lækn- sem meðal annars voru tekin djúpviðtöl við tíu konur sem þjáðust af krónískum vöðvaverkjum og áttu það sameiginlegt að hafa mætt tortryggni, vantrú, litlum skilningi og fundið fyrir höfnun í læknaviðtölum. Í grein um rannsóknina er meðal annars sagt frá því hvernig konurnar undirbjuggu sig til að læknar tækju frekar mark á veikindum þeirra. Sjá Anne Werner og Kirsti Malterud, „it is hard work behaving as a credible patient: encounters between woman with chronic pain and their doctors“, Social science & medicine 8/2003, bls. 1409–1419. Þó rannsóknirnar sem hér hefur verið vísað í séu erlendar og frá öðrum tíma en frásögn Málfríðar, renna þær stoðum undir mál hennar því líklegt er að samskiptamynstur á milli lækna og sjúklinga hafi verið áþekkt á Íslandi og úti í heimi, bæði á tíma rannsóknanna og fyrr á síðustu öld þegar samskipti Málfríðar og íslenskra lækna áttu sér stað. 19 Enda þótt Málfríður hafi vísast eflst og þroskast sem rithöfundur í áranna rás, rétt eins og aðrir höfundar, er hér gert ráð fyrir að hún hafi frá upphafi haft gott vald á frásögn og máli. 20 Sjá t.d. Susan Sontag, Um sársauka annarra, bls. 131–141. 21 Á árunum 1960–1970 var mikil vakning bæði hér á landi og erlendis um mikilvægi sérfræðináms í heimilislækningum. Til marks um það er reglugerð sem sett var um veitingu læknaleyfis og sérfræðileyfa árið 1970 þar sem heimilislækningar voru í fyrsta sinn viðurkenndar sem sérgrein hérlendis. Árið 1977 skrifuðu Ólafur Ólafsson, Eyjólfur Þ. Haraldsson, Jón G. Stefánsson og Tómas Á. Jónasson grein í Læknablaðið um mikilvægi þess að heimilislækningar væru kenndar sem sérnám og er hún fyrsti vísirinn að marklýsingu á sérnámi í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Fáeinum árum síðar, um 1980, voru hugmyndirnar sem birtust í grein- inni þróaðar áfram af ungum áhugasömum læknum í sérnámi erlendis. Skipulagt sérnám í heimilislækningum í HÍ hófst hins vegar ekki fyrr en árið 1995, þá að AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.