Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 63
62
þá kenningu að vísindahugtakið sé fjölskylduhugtak en án þess að nefna
Kuhn.54
Það er líka freistandi að kalla hugtakið viðtak „fjölskylduhugtak“.55
Engin formúla er til fyrir því hvað falli undir hugtakið, kannski eru bara
til skóladæmi um viðtök. Mörkin milli einstakra viðtaka eru óskýr rétt eins
og mörkin milli málbeitingarhátta í fræðum Wittgensteins. Því er ekki
hægt að finna bæði nauðsynleg og nægjanleg skilyrði þess að kalla tiltekið
V „viðtak“. Engan skyldi undra þótt Margaret Masterman segi að Kuhn
noti orðið „viðtak“ á tuttugu og tvo mismunandi vegu í Vísindabyltingum.56
Ef til vill liggur þetta í eðli hugtaksins, kannski á það að vera þjált og opið,
ekki stíft og velskilgreint.
Venjuvísindi, þróun vísinda
Á blómaskeiði viðtaka stunda vísindamenn venjuvísindi (e. normal science),
að sögn Kuhns.57 Venjuvísindamenn reyni að ráða vel skilgreindar gátur
(e. puzzles) og gefi sér að þær gátur eigi gefna lausn sem er í samræmi við
ríkjandi viðtak (handverksmenn reyna líka að leysa velskilgreindan vanda).
Segja megi að þeir hegði sér eins og fólk sem leggur púsluspil. Þeir séu
vissir um að þeir hafi réttu púslubitana, vandinn sé sá einn að raða þeim
saman á réttan hátt. Ef eitthvað gerist sem viðtakið getur ekki skýrt þá telji
þeir víst að mistökin séu þeirra megin, ekki viðtaksins. Það sé gallalaust að
kalla. Þeir sem gagnrýna viðtakið séu annað hvort þagaðir í hel eða þeim
ýtt út úr vísindaheiminum, úthrópaðir „gervivísindamenn“.58 Gott dæmi
(sem Kuhn notar ekki!) er fjölfræðingurinn immanuel Velikovsky. Hann
hélt því fram að það hefðu oft átt sér stað hamfarir á jörðinni vegna áhrifa
frá öðrum himintunglum og vitnaði í goðsögur máli sínu til stuðnings. Það
54 John Dupré, The Disorder of Things. Metaphysical Foundations of the Disunity of
Science. Cambridge, Mass og London: Harvard University Press, 1992, bls. 242.
55 Svipaða túlkun á viðtaks-hugtakinu má finna hjá Wolfgang Stegmüller, Haupström-
ungen der Gegenwartsphilosophie. Band II, Stuttgart: Alfred Kröner Verlag, 1979, bls.
754–755 og víðar.
56 Margaret Masterman, „The Nature of Paradigm“, Criticism and the Growth of Know-
ledge, ritstj. imre Lakatos og Alan Musgrave. Cambridge: Cambridge University
Press, bls. 59–89.
57 T.d. Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 23–42, Thomas Kuhn,
Vísindabyltingar, bls. 101–133. Kristján notar orðasambandið „venjubundin vísindi“
sem þýðingu á „normal science“. Mér finnst „venjuvísindi“ þjálla.
58 Atferlismynstur venjuvísindamanna er þáttur í þeim lífsháttum sem viðtakið er ofið
inn í.
steFán snævaRR