Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 125
124
sína er það iðulega í samspili við birtu og skugga. Leggist þunglyndið, sem
hún kallar Svörtupísl, að henni eru orð eins og ,svartur‘, ,grár‘, ,grámi‘ og
,dimma‘ algeng í lýsingum hennar. Aftur á móti er bjartara yfir öllu þegar
henni líður betur. Nánar verður fjallað um tengsl þunglyndis og myrkurs
hér á eftir.
Í hugrænni sálfræði er hugsun þunglynds einstaklings talin einkenn-
ast af óraunsærri, neikvæðri túlkun á sjálfum sér, umhverfi sínu og fram-
tíðinni sem leiði iðulega af sér depurð, áhuga– og aðgerðarleysi og fleiri
þunglyndiseinkenni. Túlkun einstaklings á heiminum á tilteknum tíma
hefur einnig áhrif á hvernig hann minnist túlkunarinnar; sé upplifun hans
neikvæð er endurminningin það einnig.11 Munurinn á endurminningum
Málfríðar um Reykjavík á fjórða áratugnum og Danmörku á þeim fimmta
kann að stafa af því að umhverfið á þessum tveimur stöðum hefur valdið
mismikilli streitu. Í Danmörku hefur Málfríður tækifæri til að hlúa að lík-
ama sínum án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af umhverfinu og
stöðu sinni í samfélaginu. Þar eru streituvaldarnir færri en í Reykjavík og
sýn hennar á umhverfið þar af leiðandi jákvæðari.
Í fyrrnefndri grein, „Narrative, Ethics and Pain“, kynnir Morris hug-
takið „að hugsa í sögum“ (e. thinking with stories) sem hann fær að láni frá
félagsfræðingnum Arthur W. Frank. Það felur í sér ferli sem er býsna ólíkt
því sem kennt er við rökhugsun. Morris heldur því fram að hugsun sé ekki
eingöngu rökleiðsla (þótt hún eigi einnig við), hún nái einnig til ýmissa
hugrænna ferla eins og minnis og tilfinninga. Þegar hugsað er um sögur
er frásögnin viðfang hugsunarinnar og því er sá sem hugsar og hugsunin
sjálf skoðuð sem aðskilin fyrirbæri. Sé hins vegar hugsað í sögum hugsar
einstaklingurinn ekki um frásögnina sem slíka heldur leyfir henni að orka
á sig.12 Í stuttu máli miðast þessi aðferð við að bókmenntir séu greindar
á annan hátt en fyrr. Tilfinningaleg viðbrögð lesenda ætti þá að setja skör
hærra en röklegar ályktanir af textanum. Skrif Morris hljóta líka að leiða
hugann að því að þörf er að kanna miklu nánar en gert hefur verið hvaða
áhrif sögur hafa almennt á fólk – ekki bara á bókmenntafræðinga. En hann
telur einmitt að ferlið að hugsa í sögum sé stórlega vanrækt.
Sársauki er óáþreifanlegur og misjafn eftir einstaklingum og því getur
reynst afar flókið og erfitt að miðla reynslu af honum. Þótt einstaklingur
11 Sjá Jutta Joormann, Cognitive Aspects of Depression, bls. 298.
12 Sjá David B. Morris, „Narrative, ethics, and pain“, bls. 55. Verk Franks sem Morris
sækir til er The Wounded Storyteller. Body, Illness and Ethics, Chicago og London:
The University Press, 1995.
guðRún steinþóRsDóttiR