Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 45
44
dómum og hvað læknar þá. Við ástundun læknislistarinnar söfnum við
reynslu og í gegnum hana öðlumst við skilning á orsökum sjúkdóma.
Þriðji textinn er nokkrum áratugum yngri en hippokratíski textinn.
Hér leggur Platon Sókratesi stutta sjálfsævisögu í munn. Þar sem hann
færir rök fyrir ágæti heimspekinnar spilar hann henni gegn náttúrurann-
sóknum, he peri fuseos historía53, og dregur fram galla slíkra rannsókna. Í
Fædoni segir Sókrates (96a6–100a7):54
Taktu þá eftir! Þegar ég var ungur, Kebes minn, mælti hann, var ég
ákaflega fíkinn í þann fróðleik, sem menn nefna náttúrufræði (ἡ περὶ
φύσεως ἱστορία). Mér virtist dásamlegt að vita orsakir allra hluta,
hvers vegna hlutur verður til, hvers vegna hann ferst og hvers vegna
hann er til. (96a6-10) [...] Ég var nú uppgefinn á þessum rannsókn-
um, mælti hann, og mér virtist þá ég ætti að varast, að fyrir mér
færi eins og þeim, sem virða fyrir sér sólmyrkva og rannsaka þá. [...]
Þess vegna virtist mér ég ætti að snúa mér að kenningum og reyna
að finna sannleikann í rökum þeirra. [...] Í hverju tilviki geng ég að
þeirri kenningu (ὑποθέμενος) vísri, sem ég tel traustasta, og síðan
hef ég allt fyrir satt, sem mér virðist koma heim við hana, hvort
heldur um orsakir er að ræða eða hvaðeina annað. (99d4-100a7)
Hér sjáum við hvernig tveimur grundvallarhugmyndum um þekkinguna
og öflun hennar er spilað hvorri gegn annarri. önnur snýst, í grófum
dráttum, um að afla þekkingar á náttúrunni í gegnum reynslu og leita
efnislegra orsakaskýringa (sbr. Um læknislist til forna), hin snýst um að leita
altækra kenninga um orsakir heimsins og ástæður þess að hann er eins og
hann er með skynsemina að vopni – þ.e. með tilgátum (hýpotesum). Um
fyrra fyrirbærið er haft orðið historía en um hið síðara orðið filosofía.55
53 Orðalagið kemur líka fyrir hjá Aristótelesi, í Um himininn (Cael) 298b2, þar sem
hann segir að „náttúrufræði“ (he peri fuseōs historía) hafi fyrst og fremst líkama
(sōmata) sem viðfangsefni. Platon virðist fyrstur til að kalla náttúrufræði þessu
nafni.
54 Íslensk þýðing úr Platoni, Síðustu dagar Sókratesar, þýð. Sigurður Nordal og Þor-
steinn Gylfason, Lærdómsrit Bókmenntafélagsins, Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag, 2011.
55 Reyndar er filosofía ekki notað á þessum stað í textanum en Fædon fjallar að miklu
leyti um filosofía og eðli hennar og er ein skýrasta tilraun Platons til að skilgreina
hvað filosofía er. Þannig kynnir Fædon t.d. samræðuna sem svo að Sókrates hafi eytt
síðasta degi sínum í að ræða um filosofía (59a). Það er því augljóst að hér er verið
að bera he peri fuseos historía saman við filosofía.
eiRíkuR smáRi siguRðaRson