Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 45

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 45
44 dómum og hvað læknar þá. Við ástundun læknislistarinnar söfnum við reynslu og í gegnum hana öðlumst við skilning á orsökum sjúkdóma. Þriðji textinn er nokkrum áratugum yngri en hippokratíski textinn. Hér leggur Platon Sókratesi stutta sjálfsævisögu í munn. Þar sem hann færir rök fyrir ágæti heimspekinnar spilar hann henni gegn náttúrurann- sóknum, he peri fuseos historía53, og dregur fram galla slíkra rannsókna. Í Fædoni segir Sókrates (96a6–100a7):54 Taktu þá eftir! Þegar ég var ungur, Kebes minn, mælti hann, var ég ákaflega fíkinn í þann fróðleik, sem menn nefna náttúrufræði (ἡ περὶ φύσεως ἱστορία). Mér virtist dásamlegt að vita orsakir allra hluta, hvers vegna hlutur verður til, hvers vegna hann ferst og hvers vegna hann er til. (96a6-10) [...] Ég var nú uppgefinn á þessum rannsókn- um, mælti hann, og mér virtist þá ég ætti að varast, að fyrir mér færi eins og þeim, sem virða fyrir sér sólmyrkva og rannsaka þá. [...] Þess vegna virtist mér ég ætti að snúa mér að kenningum og reyna að finna sannleikann í rökum þeirra. [...] Í hverju tilviki geng ég að þeirri kenningu (ὑποθέμενος) vísri, sem ég tel traustasta, og síðan hef ég allt fyrir satt, sem mér virðist koma heim við hana, hvort heldur um orsakir er að ræða eða hvaðeina annað. (99d4-100a7) Hér sjáum við hvernig tveimur grundvallarhugmyndum um þekkinguna og öflun hennar er spilað hvorri gegn annarri. önnur snýst, í grófum dráttum, um að afla þekkingar á náttúrunni í gegnum reynslu og leita efnislegra orsakaskýringa (sbr. Um læknislist til forna), hin snýst um að leita altækra kenninga um orsakir heimsins og ástæður þess að hann er eins og hann er með skynsemina að vopni – þ.e. með tilgátum (hýpotesum). Um fyrra fyrirbærið er haft orðið historía en um hið síðara orðið filosofía.55 53 Orðalagið kemur líka fyrir hjá Aristótelesi, í Um himininn (Cael) 298b2, þar sem hann segir að „náttúrufræði“ (he peri fuseōs historía) hafi fyrst og fremst líkama (sōmata) sem viðfangsefni. Platon virðist fyrstur til að kalla náttúrufræði þessu nafni. 54 Íslensk þýðing úr Platoni, Síðustu dagar Sókratesar, þýð. Sigurður Nordal og Þor- steinn Gylfason, Lærdómsrit Bókmenntafélagsins, Reykjavík: Hið íslenska bók- menntafélag, 2011. 55 Reyndar er filosofía ekki notað á þessum stað í textanum en Fædon fjallar að miklu leyti um filosofía og eðli hennar og er ein skýrasta tilraun Platons til að skilgreina hvað filosofía er. Þannig kynnir Fædon t.d. samræðuna sem svo að Sókrates hafi eytt síðasta degi sínum í að ræða um filosofía (59a). Það er því augljóst að hér er verið að bera he peri fuseos historía saman við filosofía. eiRíkuR smáRi siguRðaRson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.