Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 140

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 140
139 barninu hafði hinn fullorðni öðlast skynsemi og rökhugsun en var syndum hlaðinn og hafði fjarlægst náttúruna og guð.59 Barnið í textanum stendur hreint og saklaust andspænis Svörtupísl, hinu illa, svarta og djöfullega. Málfríður gleðst yfir nærveru barnsins og sakleysi þess og því víkur þung- lyndið frá um stund. Barnið hirðir ekki um „skynsamlegar“ hindranir; fyrir því eru allir vegir færir, það er ósnortið af úrtölum og niðurrifshugsunum og þess vegna andstæða þunglyndis/Svörtupíslar en Málfríður er reyndar ekki fyrr búin að draga fram kosti þess en hún sér og sýnir annmarka eða hindranir: barnið dreymir um að verða allt milli himins og jarðar en ræður þegar upp er staðið ekki við einföldustu hluti. En kannski er það líka hrifn- ing hennar á barninu, sem segir svo vel frá, sem hrekur Svörtupísl burt. Hér hefur verið fjallað um fáeinar lýsingar Málfríðar á því hvernig hún upplifir veikindi og þá einkum þunglyndi. Af dæmunum er ljóst að árás- arlíkingar og vísanir í þekktar hugmyndir um þunglyndi eru lykilatriði þegar skáldkonan segir frá líðan sinni.60 En frásagnirnar fá óvenjulega vídd og verða margræðari með húmornum; í krafti hans teflir Málfríður saman fleiri hugmyndum en blasa við í fyrstu. Það hrekkur því kannski skammt að hugsa um orðin ein í texta Málfríðar. Hugarferlin, bæði Málfríðar og lesandans, og samspil þeirra geta skýrt sitt af hverju en þau gera frásögn- ina eins markvissa og raun ber vitni. Málfríður beitir iðulega húmor sem kemur í veg fyrir að þjáningin verði nokkurn tímann allsráðandi í text- anum. Þannig tekst henni að vega upp á móti alvarleika efnisins en um leið ýtir hún við skynjun lesanda, sem fyrir vikið verður ekki eins ónæmur fyrir sársauka hennar. Að lokum Frásögnin er ekki eina listformið sem Málfríður beitti til að miðla sárs- auka því alla ævina saumaði hún út myndir og er sumum þeirra beinlínis ætlað að sýna þjáningar hennar. Myndefni Málfríðar er allt annað en hefð- bundið. Í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur frá árinu 1982 segir hún: 59 Sjá Jeanette Sky, „Myths of innocence and imagination“, Nature & Theology 4/2002, bls. 363–376, hér bls. 368–369. 60 Þess ber að geta að sumar hugmyndirnar sem Málfríður fjallar um eru vel þekktar í dag en minna þegar bókin kom út árið 1978, og enn minna þegar atburðirnir sem sagt er frá áttu sér stað. Ljóst er því að Málfríður hefur ekki einvörðungu verið vel lesin heldur jafnframt afar frumleg í hugsun, sbr. að hún nýtir sér eitthvað sem minnir á hugræna atferlismeðferð gegn þunglyndinu (sbr. leikina og galdrana til að kveða þunglyndið niður) áður en það meðferðarúrræði náði útbreiðslu hér á landi. AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.