Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 170
169
sem aðgengileg var þeim sem bjuggu hana til hennar og nýttu hana.
Heimspekingurinn Uma Narayan bendir á að viðurkenning á kvenlegri
reynslu, sem vestrænir femínistar leggja áherslu á, geti ekki haft eins mikið
gildi í samfélagi þar sem margvísleg reynsla kvenna nýtur þegar viður-
kenningar.40 Hún tekur sem dæmi samfélag hindúa þar sem kynin eru talin
bæta hvort annað upp fremur en að annað sé hinu æðra. Konur eru ekki
óæðri körlum í þess háttar kynjakerfi; karlar og konur eru einfaldlega ólík
hvort öðru. Vitaskuld geta slík samfélög undirokað og kúgað konur, og þau
gera það, ekkert síður en gert er í samfélögum sem raða kynjum í stigveld-
iskerfi. En orð Narayan gefa þó til kynna að þörf sé fyrir einhvers konar
öðruvísi þekkingaröflun og leið innan femínisma við slíkar aðstæður.
Ennfremur bendir Narayan á að sjónarhornsfræði og sterk hlut-
lægni hafi verið þróuð gegn pósitívískum viðhorfum í vestrænum rann-
sóknum. En pósitívismi hefur ekki haft þá sterku stöðu annars staðar, svo
sem á indlandi, sem hann hefur haft í náttúru- og félagsvísindum víða
á Vesturlöndum. indverskir femínistar glíma við önnur vandamál innan
rannsóknarstofnana landsins og þarfnast annars konar þekkingar- og
aðferðafræðilegra verkfæra til að sinna rannsóknum. Þessu til staðfest-
ingar hefur Chela Sandoval þróað gerð sjónarhornsfræða sem hún telur
að gagnist betur hörundsdökkum bandarískum konum,41 og Patricia Hill
Collins42 og bell hooks43 hafa gert á þeim sérstakar breytingar svo að þær
gagnist þeim betur í rannsóknum á forsendum svarts femínisma.44
Vissulega er ljóst að ýmsar aðrar menningarlegar hugmyndir móta margt
í verkum vestrænna femínista. Sem dæmi má nefna að fáir femínistar hafa
40 Uma Narayan, „The Project of a Feminist Epistemology. Perspectives from a
Non-western Feminist“, Gender, Body, Knowledge, ritstj. Susan Bordo og Alison
Jaggar, New Brunswick, NJ: Rutgers University Press, 1989.
41 Chela Sandoval, „U.S. Third World Feminism. The Theory and Method of
Oppositional Consciousness in the Postmodern World“, Genders 10/1991, bls.
1–24.
42 Patricia Hill Collins, Black Feminist Thought.
43 bell hooks, „Choosing the Margin as a Space of Radical Openness“, Yearning. Race,
Gender, and Cultural Politics, Boston: South End Press, 1990, bls. 145–153.
44 Ég er ekki að halda því fram að hooks og aðrir höfundar sem vísa ekki beinlínis til
sjónarhornsfræða eða sterkrar hlutlægni séu aðeins að hnika til þeim röksemdum
sjónarhornsfræðimanna sem ég hef vísað til hér að framan. Enda hef ég haldið því
fram að sterk hlutlægni og sjónarhornsstaðsetningar komi gjarnan fram þegar nýir
hópar, sem undirokað fólk skipuleggur í eigin þágu („fyrir sig“), meti á gagnrýninn
hátt hvað sé ófullnægjandi í ríkjandi viðhorfum. Sterk hlutlægni og sjónarhorns-
fræði eru lífræn „rökfræði vísindarannsókna“ sem miða að því að skapa „grasrót-
arvísindi“.
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi