Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 64
63
þótti ekki par fínt í vísindasamfélaginu og mun hann hafa verið ofsóttur og
fordæmdur af vísindamönnum sem höfðu ekki einu sinni lesið bækurnar
hans. Í ofanálag eru þeir sagðir hafa neitað að prófa kenningar hans. Sagt
er að síðar hafi komið á daginn að þær hafi ekki alveg verið út í hött.59
Víðsýnið er ekki meira en svo, að sögn Kuhns, vísindamennirnir fylgi
reglum í blindni eins og Wittgenstein segir að menn verði að gera.60 En
þessi þröngsýni borgar sig, að mati Kuhns. Venjuvísindamennirnir eyði
ekki tíma sínum í að ræða grundvöll fræða sinna og geti því notað orku
sína til þess að fínpússa viðtakið. Slíkt nostur61 hjálpar þeim líka að finna
snögga bletti í púsluspilinu, sjá nákvæmlega hvar skórinn kreppir og und-
irbúa með því nýjar vísindabyltingar. Yfirleitt sýni það sig að athuganir
sem virðast leiða í ljós galla viðtaksins séu sjálfar meingallaðar. Hreyfingar
mánans virtust lengi ekki vera í samræmi við kenningar Newtons. En
flestir venjuvísindamenn vildu halda í kenningarnar vegna þess að þær
virtust svo spennandi, svo frjóar. Menn gáfu sér að einhver bakgrunns-
kenninganna væri röng og svo virtist vera. Bakgrunnskenningin „stærð-
fræðin sem notuð var við útreikningana á ferli tunglsins er í lagi“ reyndist
röng, eitthvert gáfnaljósið fann villu í henni. En um leið hunsuðu vís-
indamenn þá staðreynd að hreyfingar Merkúríusar voru ekki í samræmi
við kenningu Newtons.62 Hvað mánann varðaði bar þolgæði vísindamann-
anna góðan ávöxt, viðtakið virtist í lagi. „Þolinmæði þrautir allar vinnur“
segir máltækið. Enda er Feyerabend þeirrar hyggju að venjuvísindamenn
Kuhns vinni samkvæmt „þrjóskureglunni“ (e. the principle of tenacity).63
59 Samkvæmt t.d. Michael Mulkay, „Cultural Growth in Science“, Sociology of Science,
ritstj. Barry Barnes, Harmondsworth: Penguin, 1972, bls. 126–142, hér bls. 127–
134.
60 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 42, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 132–133. Ekki má skilja orð mín svo að reglur séu hryggjarstykkið
í viðtakinu. Reglurnar eru ekki frumrænar heldur leiddar af viðtakinu, rétt eins og
málreglur Wittgensteins eru afleiddar af lífsháttum. Höfuðatriði venjuvísinda er
að menn eiga sameiginlegt viðtak, ekki endilega sameiginlegar reglur. Viðtak getur
verið leiðarhnoða rannsókna þótt engar séu reglurnar.
61 Starf handverksmanna má líka telja nosturskennt.
62 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 81, Thomas Kuhn, Vís-
indabyltingar, bls. 195. Seinna beindi Einstein sjónum sínum að skringihreyfingum
Merkúríusar og skýrði með altæku afstæðiskenningunni. Sjá t.d. Harold i. Brown,
Perception, Theory and Commitment. The New Philosophy of Science, bls. 97.
63 Paul Feyerabend, „Consolation for the Specialist“, Criticism and the Growth of
Knowledge, ritstj. imre Lakatos og Alan Musgrave, Cambridge: Cambridge Uni-
versity Press, bls. 197–230, hér bls. 203–205.
ViðTöK OG VÍSiNDi