Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 11

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 11
10 að prófa virkni lyfja. Engin slík viðmið eru til um það hvernig vísindamenn skuli bera sig að við að uppgötva vísindakenninguna sjálfa – það mega þeir gera í draumi, í baði, undir stýri – eða hvernig sem þeim hentar. Um það sem að ofan segir um greinarmuninn á tilurð og rökstuðn- ingi vísindakenninga hafa meira eða minna allir vísindaheimspekingar verið sammála í áratugi. Það er því óumdeilt að hlutdrægni og fordómar geta haft áhrif á það hvaða vísindakenningar verða til. Á hinn bóginn eru margir sem telja að hlutdrægni og fordómar hafi ekki áhrif – að minnsta kosti ekki veruleg áhrif – á það hvernig vísindakenningar eru rökstuddar. Hugmyndin er að slíkir „utanaðkomandi“ þættir geti vissulega haft áhrif á það hvaða kenningar vísindamönnum dettur í hug að setja fram en vegna þess að rökstuðningur vísindakenninga sé ekki hlutdrægur eða háður for- dómum hverfi öll skaðleg áhrif þessa áður en vísindakenning er samþykkt. Fordómar og hlutdrægni hafi því ekki áhrif á það hvað sé á endanum talið til vísindalegra staðreynda. Það eru tvær ástæður fyrir því að nefna þennan greinarmun á tilurð og réttlætingu vísindakenninga á þessu stigi. Í fyrsta lagi skiptir hann máli vegna þess Longino og Douglas færa báðar rök fyrir því að hlutdrægni geti þrátt fyrir allt haft veruleg áhrif á réttlætingu vísindakenninga. Longino og Douglas myndu eflaust báðar fallast á að hlutdrægni getur líka haft mikil áhrif á tilurð vísindakenninga en hugmyndir þeirra snúast um að hlutdrægni hafi áhrif á rökstuðninginn. Í öðru lagi er ég að nefna þennan greinarmun vegna þess að ég mun færa rök fyrir því síðar í greininni að í þessu samhengi sé greinarmunurinn á tilurð og rökstuðningi ekki alveg jafn klipptur og skorinn og gert hefur verið ráð fyrir. Nánar tiltekið mun ég sýna fram á að rökstuðningur vísindakenninga sé oft nátengdur því hvernig vísindakenningar verða til, og að rökstuðningur fyrir vísindakenn- ingum geti verið hlutdrægur einmitt vegna þess að hlutdrægni og fordóm- ar geta haft áhrif á tilurð kenninga. Longino: Vanákvörðunarrökin Helen Longino byggir rök sín fyrir því að hlutdrægni geti haft áhrif á rökstuðning vísindakenninga á þeirri staðreynd að það er alltaf ákveðið rökfræðilegt „bil“ á milli þeirra kenninga sem er verið að rökstyðja hverju sinni og þeirra athugana, tilrauna og annarra reynslugagna (e. empirical data) sem eiga að styðja kenninguna. Þetta bil felst í því að engin vísindaleg gögn geta gulltryggt að vísindakenning sé sönn – það er alltaf mögulegt FinnuR Dellsén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.