Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 156
155
við sterka hlutlægni í rannsókn kemur í ljós hvernig stuðla má að ákveðinni
pólitískri og vitsmunalegri fjölbreytni með rannsóknastefnu sem einnig
stuðlar að vexti heildstæðrar og áreiðanlegrar þekkingar.
Hvernig eigum við að aðgerðabinda hámörkun hlutlægni? Hvernig
verður þekkingarfræðilegt og vísindalegt markmið virkjað í rannsóknum
– með öðrum orðum „aðgerðabundið“ (e. operationalized), eins og vís-
indaheimspekingar voru vanir að nefna það? Góðar aðferðir eiga að gera
það kleift að bera kennsl á félagsleg gildi, hagsmuni og hugmyndir sem
koma inn í rannsóknarferlið frá rannsakendum. (Og þær eiga að gera það
kleift að losna við þau, eins og rætt verður hér á eftir). Ef annar rannsak-
andi eða rannsakendahópur endurtekur ferlið sem var fyrst notað til að
styðja tilgátu, eiga niðurstöðurnar að vera þær sömu. Þannig má ganga úr
skugga um áreiðanleika og gildi vinnunnar. En komist þeir sem endurtaka
athuganirnar að annarri niðurstöðu getur ástæðan hæglega falist í gildum,
hagsmunum og hugmyndum sem fylgt hafa einhverjum öðrum rannsak-
anda eða teymi í rannsóknina. Vitanlega geta ástæðurnar verið aðrar, svo
sem ólík tæknileg færni eða aðferðir við rannsóknina, óviljandi breytingar
á þýði þess viðfangsefnis sem rannsakað er, óhreint tilraunaglas eða léleg
tölfræði. Það hefur reynst ákaflega erfitt að endurtaka rannsóknarferli frá
einni rannsóknastofu eða -stöð til annarrar.20
Það hentar vissulega vel að vísindamenn hafi þennan háttinn á, endur-
taki rannsóknarferli hver annars, til að bera kennsl á þau gildi, hagsmuni
og hugmyndir sem eru breytileg eftir einstaklingum eða rannsóknarteym-
um. En í tilvikum þar sem félagsleg gildi, hagsmunir og hugmyndir eru
sameiginleg öllum eða því sem næst öllum rannsakendum á ákveðnu sviði
– eins og raunin hefur verið í rannsóknum sem einskorðast við karla, hvíta
kynstofninn eða Evrópu, svo að dæmi séu tekin – myndi endurtekning
rannsóknanna ekki draga fram félagsleg sjónarmið sem eru sameiginleg.
Hvernig ber þá að greina sameiginleg sjónarmið og hagsmuni? Svo virð-
ist sem almenn viðmið um hlutlægar rannsóknir geti ekki greint útbreidd
félagsleg viðhorf meðal rannsakenda. Slík viðmið geta augljóslega aðeins
gefið „veika hlutlægni“. Þau geta ekki gefið þá hlutlausu sýn, eða „staðlausa
sjónarhornið“ (e. the view from nowhere), sem hefðbundnir vísindaheim-
spekingar hafa lagt áherslu á. Nú á dögum, vegna þess að rannsóknir eru
20 Bruno Latour og Steve Woolgar, Laboratory Life. The Social Construction of Scientific
Fact, Beverly Hills, CA: Sage, 1979.
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi