Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 155
154
rannsókna. Staðreyndirnar sem sýnt var fram á eru hlutlægar. Þó mætti
velta fyrir sér hverju þessi notkun orðsins bætir við fullyrðingar í þá veru
að rannsóknarniðurstöður séu vel staðfestar. Hér virðist orðið „hlutlægur“
koma í staðinn fyrir orðið „sannur“ eða „líklega sannur“. Reyndar hefur
heimspekingurinn ian Hacking fært rök fyrir því að óhlutbundin hugtök
á borð við „hlutlægni“ séu ekki annað en lyftiorð (e. elevator words) sem
ætlað er gera það vísindalegra sem er til umfjöllunar hverju sinni.17
Í eiginlegu rannsóknasamhengi er hugtakið oft notað þegar vísað er
til rannsóknaraðferða. Þá er yfirleitt átt við aðferðir við gagnaöflun, svo
sem vettvangsathuganir, viðtöl, kannanir, rannsóknir á skjalasöfnum eða
tölfræðilega gagnasöfnun. En í þessari umfjöllun hér er viðfangsefnið
aðferðafræði, eða aðferðakenning. Spurningin er hvernig á að framkvæma
rannsóknir sem auka bæði umfang og áreiðanleika niðurstaðnanna og
gera um leið mögulegt að svara þeim spurningum sem skipta hina kúguðu
mestu máli.18 Sjónarhornsfræðingar kalla þessa aðferðafræðilegu þætti oft
aðferðir „rannsókna“ (e. methods of „research“), en þó er ljóst að það eru
ekki aðferðir gagnaöflunar sem skipta máli heldur skipulag og markmið
rannsóknarinnar.19
Kjarni skuldbindingar um hlutlægar rannsóknir Teygir hugtakið „hlut-
lægur“ sig í of margar áttir til þess að merking þess og tilvísun sé ljós?
Svo er ekki. Við getum í það minnsta dregið fram sameiginlegan kjarna
þeirrar skuldbindingar sem hugtakið felur í sér úr margþættum merk-
ingum og tilvísunum. Hlutlæg rannsókn þarf að vera óhlutdræg gagnvart
reynslugögnum, gagnrýnendum og hörðustu gagnrýni sem hægt er að
ímynda sér, jafnvel þótt enn hafi enginn sett hana fram. Þetta er náttúrlega
kjarni hefðbundinna hugmynda um hlutlæga rannsókn. „Sterk hlutlægni“
er þess vegna trú meginhugsun hins viðtekna sjónarmiðs þó að hún hafni
hugmyndinni um gildishlutlausa hlutlægni. Sterk hlutlægni er reyndar
„raunveruleg hlutlægni“; hún er betur til þess fallin að ná markmiðum
óhlutdrægni en sú hlutlægni sem tengist hugsjón gildisleysis. Sé lögð rækt
17 ian Hacking (The Social Construction of What? Cambridge: Cambridge University
Press, 1999, bls. 21 og áfram) hefur vissulega rétt fyrir sér um það hversu oft hug-
takið er notað á þennan hátt. Hins vegar, eins og kemur fram hér aftar, tel ég að enn
megi segja áhugaverða hluti um hlutlægni vísindalegra hugsjóna og starfshátta.
18 Alan Megill setur fram svipaðan lista yfir tilvísanir hugtaksins í „Rethinking
Objectivity“, Annals of Scholarship 3/1992.
19 Femínistar hafa vitanlega einnig velt fyrir sér aðferðum við gagnaöflun, en það er
ekki meginfókus sjónarhornsaðferðafræða.
sanDRa HaRDing