Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 38

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 38
37 vísbendingar sem fólk ætti að þekkja úr eigin hversdagslegri reynslu eða um mjög almennar rökfærslur sem allir ættu að skilja vandræðalaust.38 Það er síðan Platon sem fyrstur afmarkar rannsóknir á náttúrunni og greinir frá heimspekinni og kallar he peri fuseos historía, í kafla úr Fædoni sem ég fjalla nánar um á eftir. IV Orðið filosofía er sett saman úr tveimur liðum, filos og sofía.39 Ást (eða þrá) og visku. Þetta er eitt af mörgum orðum sem byrja á filos og tákna þrá manna eftir einhverju ákveðnu, silfri, heiðri eða öðru. Orðið og skyld orð, eins og filosofos, finnst sjaldan í varðveittum heimildum fyrir daga Platons og það virðist fyrst með honum að sú fræðagrein sem við þekkjum og höfum þekkt á Vesturlöndum sem heimspeki – filosofía – hafi orðið til undir þessu heiti. Í þessu felst miklu meira en bara sú staðreynd að eitt- hvert ákveðið orð sé notað um fræðigrein. Með nafngiftinni kemur skiln- ingur á því hvað þetta fyrirbæri er sem afmörkuð fræðigrein og skilgrein- ing sem afmarkar það frá öðrum fræðigreinum eða sviðum mannlegrar reynslu. Þegar Platon hefst handa við að marka sér heimspekina og gera Sókrates að fyrirmynd allra heimspekinga þá gerir hann það í samkeppni við aðra sem líka vilja eigna sér heimspeki – filosofἰa – og gefa henni annað innhald en það sem Platon gerði. Tilraunir ræðuritarans Ísókratesar til að eigna sér „heimspekina“ eru vel þekktar. Ólíkt sófistum Platons (sér- staklega þeim Kalliklesi í Gorgíasi og Þrasýmakkosi í Ríkinu, sem töldu heimspeki Platons algerlega gagnslaust dútl, góða æfingu fyrir börn en hlægilega fyrir fullorðið fólk) þá vill Ísókrates frelsa „heimspekina“ frá Platoni og gera hana að gagnlegri iðju.40 Hann gefur henni allt annað innihald en Platon. Deilan snýst ekki bara um skilgreiningu fræðigreina heldur líka um hvað telst vera gott líf og hvernig á að öðlast það, um hvað það snýst að vera góð eða farsæl manneskja. Annað sem vekur athygli er sú staðreynd að þeir gera báðir tilkall til þess að nota nafnið heimspeki – fílosofía – um sínar greinar, sem bendir til að það hafi í sjálfu sér verið talið 38 Bls. 115–126 í Eiríkur Smári Sigurðarson, Studies in Historia. Því er oft haldið fram að höfundur noti orðið til að vísa í eitthvað sem hann hefur séð eða uppgötvað en svo er augljóslega ekki (þeir sem lesa textann svo virðast gefa sér að orð af stofn- inum ἱστῶρ hafi eitthvað með sjón eða reynslu að gera). 39 Orðsifjar þessara tveggja liða eru ekki þekktar. 40 Góð umfjöllunin um þessa deilu er hjá Andreu Wilson Nightingale, Genres in Dialogue. Sjá sérstaklega kafla 1. Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.