Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 103

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 103
102 heldur frekar sem „minnisferli“ (e. mnemonic process): „Minnisvettvangur er stöðugt gæddur nýrri merkingu og verður að sjálf-varðveitandi iðustreymi táknrænnar merkingar.“9 Minnisvettvangur hjálpar þannig við að draga úr útbreiðslu sundurleitra minninga og skapar sameiginlegan ramma til að vísa í og nota til að fjalla um fortíðina. Rigney talar fyrir rannsóknum á minnisvettvanginum í vakningu þess sem hún kallar nýja áherslu á hreyf- anleika (e. dynamics) í stað kyrrstöðu í minnisfræðum og fylgir almennt breyttri áherslu innan menningarfræða á ferli í stað kyrrstæðra afurða. Þannig hafa fræðimenn í ríkari mæli einbeitt sér að því hvernig menn- ingarlegar afurðir berast um umhverfið og hafa áhrif á það.10 Hugtakið endurmiðlun (e. remediation) varpar ljósi á hvernig minn- isvettvangur er settur saman í upphafi og hvernig honum er breytt eða viðhaldið með endurtekinni framsetningu á ólíkum tímum og í ólíkum miðlum.11 Eða eins og Astrid Erll og Ann Rigney greina frá í inngangi að greinasafninu Mediation, Remediation and the Dynamics of Cultural Memory, lýsir endurmiðlun „þeirri endurteknu miðlunarframsetningu [...] sem „stefnt er saman og sameinuð“ í minnisvettvang, sem skapar, þéttir og kemur á jafnvægi, en að sama skapi endurnýjar og varpar gagnrýnu ljósi á tiltekinn vettvang.“12 Endurmiðlun birtir því ákveðið ferli sem vettvangur menningarlegs minnis gengur í gegnum, sýnir fram á hvernig hann, og um leið hugmyndafræðin sem hann byggir á og endurspeglar, er aldrei stöðugur heldur síbreytilegur og tekur mið af viðmiðum og gildum úr samtímanum. Endurmiðlun gegnir þannig grundvallarhlutverki í sköpun minnisvettvangs en samþjöppun frásagna í ólíkum miðlum um tiltekinn atburð breytir honum í minnisvettvang.13 Sögurnar í Reimleikum í Reykjavík birta áhugavert sjónarhorn á hug- 9 „Sites of memory are constantly being reinvested with new meaning’ and thus ‘be- come a self-perpetuation vortex of symbolic investment.“ Ann Rigney, „Plenitude, Scarcity and the Circulation of Cultural Memory“, Journal of European Studies, 1/2005, bls. 11–28, hér bls. 18. Íslensk þýðing mín. 10 Astrid Erll, Memory in Culture, bls. 27. 11 Astrid Erll, „Remembering across Time, Space and Cultures. Premediation, Reme- diation and the ‘indian Mutiny’”, Mediation, Remediation and Dynamics of Cultural Memory, bls. 109–138, hér bls. 111. 12 „[…] remediation describes the „repeated media representations [...] which „con- verge and coalesce“ into a lieu de mémoire, which create, stabilize and consolidate, but then also critically reflect upon and renew these sites.“ Astrid Erll og Ann Rigney, „introduction: Cultural Memory and its Dynamics“, Mediation, Remedia- tion and Dynamics of Cultural Memory, bls. 1–15, hér bls. 5. Íslensk þýðing mín. 13 Astrid Erll, „Remembering across Time“, bls. 111. veRa knútsDóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.