Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 167
166
Í sjónarhornsfræði er því haldið fram að rannsakendur sem leita uppi
sjónarhorn þeirra sem standa höllum fæti efnahagslega, pólitískt og/eða
félagslega og hafa ekki átt þátt í mótun og stjórn ráðandi stofnana, menn-
ingu þeirra eða starfsháttum, geti rekist á nýjar og verðugar rannsókn-
arspurningar, og nýjar upplýsingar og innsýn sem eykur umfang og áreið-
anleika rannsókna þeirra.
Getur sjónarhornsfræðin skipt máli í náttúruvísindum? Hafa þau ekki nú
þegar nægilegar varnir gegn félagslegri hlutdrægni? Þeir sem svona spyrja
gera ráð fyrir að félagslegir og menningarlegir þættir rannsókna séu alltaf
vinsaðir úr á endanum og að eftir standi glæsilegur árangur eðlisfræði-,
efnafræði- og líffræðirannsókna sem „hreinna vísinda“ eða „grunnrann-
sókna“. Vissulega eru félagslegir og menningarlegir þættir oft fjarlægðir úr
rannsóknum og rannsóknaniðurstöðum. Þó hafa kannanir félagsfræðinga,
sagnfræðinga og félagslegra mannfræðinga á því hvernig rannsóknir eru
skipulagðar og niðurstöður fengnar í líffræði, læknisfræði, umhverfisfræði,
verkfræði, og jafnvel í eðlisfræði og efnafræði, sýnt fram á að þessi ferli
verða einnig fyrir áhrifum af þjóðskipulagi og deila með því sérstökum
félagslegum einkennum. Vissulega ættu menn ekki að búast við því að aug-
ljós félagsleg einkenni komi fram í óhlutstæðum vísindum þó að þau sjáist
skýrt í þeim vísindum sem snúast um mannleg sambönd. En þau fyrr-
nefndu eru eigi að síður hluti af þjóðskipulaginu. Einnig þau geta notið
góðs af spurningum sem vakna „annars staðar“, eins og gagnrýni síðari
kynslóða og rannsakenda frá öðrum menningarheimum hafa sýnt á sann-
færandi hátt. En félagslegir baráttuhópar geta ekki beðið eftir að stórfelldar
félagslegar breytingar afhjúpi útbreiddar ranghugmyndir sem styðja hinn
mikla ójöfnuð sem nú ríkir. Þeir telja að flýta verði fyrir þessum breyting-
um með því að snúast gegn röngum staðhæfingum sem stuðla að undir -
okun.
Er sterk hlutlægni of módernísk? Er hún of póstmódernísk? Felur sterk
hlutlægni í sér of margar af hugmyndum upplýsingarinnar, pósitívista
eða rökfræðilegrar raunhyggju? Eða, ef við kjósum annað sjónarhorn,
snýr hún baki við áherslum á sannleika og áreiðanleika í vísindum?
Hvor tveggja gagnrýnin er það algeng að sjá má að sjónarhornsfræðin
snúast um eitthvað annað en þau grunnsjónarmið sem koma úr þess-
um áttum.34 Hún hafnar ekki áherslum upplýsingarinnar, pósitívisma
og rökfræðilegrar raunhyggju á óhlutdrægt mat á gögnum, sanngirni
34 Sandra Harding, The Feminist Standpoint Theory Reader.
sanDRa HaRDing