Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 13
11
BREIÐFIRÐINGUR
Systurnar stíga á land 22. júní 1935
og elliheimila. En þar eð opinberir aðilar hafa í auknum mæli
axlað þær byrðar, sem systurnar tóku að sér í sjálfboðavinnu,
verða nú smám saman breytingar á starfsháttum þeirra. Er þar
helst um að ræða ýmiss konar safnaðarstarf, þar sem smærri
hópar sjá um þjónustu eins og trúfræðslu barna og unglinga,
heimsóknir til sjúkra og aldraðra og störf fyrir kirkjur og sóknir.
Aðalstöðvar reglunnar eru í Rómaborg, en hún skiptist síðan í
47 umdæmi, og er Island ásamt Færeyjum í umdæmi með
Belgíu og Hollandi. Stjórn þess umdæmis situr í Brussel.
Flestar systurnar í Stykkishólmi eru frá Belgíu, en einnig frá
Hollandi og Kanada. Þær eru nú 15 talsins.
Venjulegur starfsdagur í klaustrinu í Stykkishólmi er þannig,
að auk messu, sem systurnar'sækja daglega, eru sungnar tíðir
þrisvar á dag, - 20 mínútur á morgnana, 10 mínútur í hádegi og
30 mínútur að kvöldi. Þar að áuki er 30 mínútna tilbeiðslutími
milli kl. 14:30 og 16, sem systurnar skiptast á um að taka þátt í.
Þetta er sá rammi, sem starfið fer fram í. Hlutverk systranna er
svo afar margvíslegt. Sumar vinna við dagheimili, þar sem þær