Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 162
160 BREIÐFIRÐINGUR
A kristniboðsári var að vonum ýmislegt um að vera á vegum
kirkjunnar umfram það sem venjulegt er, og vil ég hér lítillega
segja frá kristniboðshátíðum í Olafsvík og Búðardal.
Hinn 22. nóvember var hátíðarsamkoma í Olafsvíkurkirkju.
Þennan fagra vetrardag var fjölmennt til kirkju. Hátíðar-
dagskráin var í stórum dráttum á þá leið, að í upphafi
samkomunnar flutti prófasturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson á
Hvoli ávarp, en að því loknu lék söngmálastjóri þjóðkirkjunnar,
Haukur Guðlaugsson orgelverk, Toccötu eftir Reger. Þá sungu
kirkjukórar úr Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi og úr Borgar-
fjarðarprófastsdæmi ýmist sitt í hvoru lagi eða sameiginlega átta
kórlög undir stjórn organista sinna, og var hér um að ræða
stóran hóp og fríðan, um 150 manns, sem fyllti kirkjuna
unaðslegum söng. Stjórnendur voru þessir: María Eðvarðs-
dóttir, Kay Wiggs, Olafur Einarsson, Sigurður Guðmundsson,
Bjarni Guðráðsson og Haukur Guðlaugsson.
Þá flutti kirkjumálaráðherra, Friðjón Þórðarson, ræðu og frú
Sigríður Þórðardóttir, Grundarfirði flutti Sólhjartarljóð (981-
1981) eftir Matthías Johannessen. Sr. Jón Þorsteinsson í
Grundarfirði flutti hugleiðingu á kristniboðsári.
Þá sungu allir viðstaddir sálminn: „Kirkjan er oss kristnum
móðir“, og var það í senn máttugur lofsöngur og sameiginlegt
tákn um þann stóra þátt, sem kenning kirkjunnar á í hjörtum
barna sinna. Var sem þessi fagra kirkja og mannhafíð, sem þar
var inni, rynni inn í sameiginlegan lofsöng aldanna um
konunginn Krist og hlutverk kristinnar kirkju í lífi mannanna á
hverri tíð. Síðan sungu kórarnir aftur þrjú lög, og lokaorð flutti
sr. Guðmundur Karl Agústsson í Olafsvík. Samkomunni lauk
svo með því að þjóðsöngurinn var sunginn. Síðan voru fram
bornar veitingar í boði kvenfélags og safnaðar. Var þessi dagur í
heild einstaklega ánægjulegur og bar vott um þróttmikið starf
allra þeirra, er þar lögðu hönd á plóginn. Síðla dags hélt svo