Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 150
148
BREIÐFIRÐINGUR
er alltaf hvanngrænn. Grasrótin fær áburð úr fuglaskít sem nóg
er af. Bjargið fyrir neðan er fullt af fugli. Eftir Fluginu liggur
fjárgata yfir þennan hól. Þessar fjárgötur löbbuðum við
krakkarnir eftir kindunum er verið var að smala. Þá var ægilega
hátt að horfa niður, en við vorum ekki lofthrædd, enda vön við
Höfðann. Ég var núna á aðalgötunni ef götu skyldi kalla. Öðru
hvoru sá ég sporin hans Hrotta. Jú, ég var að feta í fótspor hans,
þarna yfir Þrælaskriðu, þarna hafði hann farið kvöldið áður,
knúinn af heimþrá sem hefur borið hann áfram.
Ég velti nú fyrir mér hvernig í ósköpunum hann hefði komist
þessa vegleysu og hvernig ég gæti komið honum til baka.
Auðvitað hef ég verið of ung og reynslulaus til að skilja hvað
heimþráin er sterkt afl, bæði í mönnum og skepnum. I dag, eftir
öll þessi ár skil ég Hrotta betur, og oft verður mér hugsað til
liðna tímans, einkum á vorin. A þessari leið minni yflr
Þrælaskriðu var nú heldur farið að létta undir fæti og verða
greiðfærara. Nú var ég komin inn að Búlandsgili. Þar eru
hreppamörk og nú var ég komin í Eyrarsveit. Þegar kemur inn á
Sætrin blasir við auganu sýn yfir Lárvaðal, fullan af sjó. Þettaer
undurfagurt Látrarif og Lárós og sérkennilegu fjöllin, Stöðin,
og Kirkjufell.
Inn með Höfðahlíðinni, fyrir neðan götuna, er steinn flatur
og jarðgróinn. Ofan á honum er h'rúga af smásteinum sem
vegfarendur hafa kastað á hann um áraraðir. Steinn þessi er
kallaður Líksteinn og er sagt að hann dragi nafn af því að á
honum hafl fundist lík förukonu, sem þarna hafi orðið til á
erfiðri göngu sinni. Ennfremur er þjóðsaga við þennan stein
bundin að bræður tveir frá Mávahlíð hafi hrapað fram af
Þrælaskriðu. Hafl þeir síðan fundist fyrir neðan bakkana innan
við Búland, verið bornir upp á Líkstein og lagðir þar. Þá hafi
móðir þeirra mælt svo um að hver sem færi þessa leið um
Höfðann skyidi hvíla sig við Líkstein, og láta upp á hann