Breiðfirðingur - 01.04.1982, Qupperneq 117
BREIÐFIRÐINGUR
115
vaka yfír vellinum. Það kom í minn hlut meðan systkini mín
voru svo ung. Leiðinlegt þótti mér að vaka ein, en nóg var labbið
til að halda manni vakandi. Túnið var stórt og ógirt, féð
streymdi að úr öllum áttum, ekki mátti senda í það hund, aðeins
láta hann gelta. Ekki þurfti ég að vaka lengur en til kl 4, þá var að
reka vel frá, svo fór hitt fólkið að vakna og fara á stjá úr því kl. var
6.
Oft var nóttin hlý og björt, stundum þó hráslagalegt og
rigningaúði. Spóinn fór að vell úr því klukkan var tvö, svo hinir
fuglarnir að hefja morgunsöng.
Oft var smalað á vorin. Þá var rekið inn í byrgi, sem var út í
Hjöllum. Þar var ullin tekin af fénu og lömbin mörkuð.
Leiðinlegt var að sjá þegar lömbin hristu blóðug höfuðin og
hlupu út í hópinn að leita að mömmu sinni. Þá voru fráfærurnar
leiðinlegar. Lömbin voru tekin frá mæðrunum, höfð í húsi á
nóttunni, en að morgninum heft með mjúkum ullarlinda, sem
til þess var sérstaklega unninn. Svo hoppuðu þau jarmandi allan
daginn, gripu aðeins niður í strá, eða vættu munninn í læk eða
polli. Heima voru lömbin pössuð í 3-4 daga, síðan voru þau
rekin á sveitarenda, þar langt fram á fjall. Tjara var borin á nef
þeirra svo að tófan biti þau síður.
Ærnar voru strax reknar á fjall og setið hjá þeim allan daginn.
En klukkan 8 að kvöldi áttu þær að vera komnar heim ákvíaból.
Þegar búið var að mjólka var ánum hleypt út úr kvíunum, reknar
ekki langt frá, en setið yfir þeim til klukkan 1 eftir miðnætti. Þá
voru þær reknar inn í byrgi, sem hlaðið var í brekku við ána.
Þangað voru þær sóttar á morgnana, reknar í kvíarnar og
mjólkaðar. Síðan tók smalinn við þeim. - Aldrei sat ég hjá að
staðaldri. Meðan systkini mín voru ung tók faðir minn einhvern
dreng til að sitja hjá í mánuð. Svo var ánum sleppt, en smalað
kvölds og morgna og það kom í minn hlut.
Þá var nú ekki komið heim á kvíaból klukkan átta. Eg var