Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 116
114 BREIÐFIRÐINGUR
sjómaður og hann var alltaf formaður á bátnum sínum, Blíðfara,
þegar hann flutti vörur yfir Hvammsfjörð.
Ekki var tíðarfarið alltaf svo gott að við gætum farið í
Skarfsstaðafjöru á sumardaginn fyrsta. Stundum voraði seint.
Á krossmessudag 1906 fluttu frá okkur húshjón. Þáláskafl af
bæjarhólnum yfir lækinn og inneftir túni. Skaflinn hélt uppi
hestunum, þeir skildu aðeins eftir grunn spor.
Mér var sagt að 1892 hafi fyrst verið byrjað að berja
áburðarkapla á túninu laugardaginn í 8. viku sumars, daginn
áður en ég fæddist. Þá var sú aðferð höfð við ávinnsluna, að berja
með kláru áburðinn í mylsnu, taka hana svo upp í trog og dreifa
henni yfir þúfurnar. Annars man ég eftir því þegar ég var lítill
krakki, að ég var með vinnukonunni úti á túni, lá á hnjánum og
nuggaði taðköggli niður í þúfnakoll. Seinna komu svo
taðvélarnar til sögunnar. Þar sem sléttur voru í túninu var
mokað úr og slóðadregið. Svo var rakað með hrífu jafnótt yfir
slóðafarið.
Mikill tími fór í það að vinna við eldiviðinn á vorin. Mest allt
sauðataðið var notað til eldiviðar. Fyrst var stungið út,
karlmaður stakk hnausana, sem börnin báru til dyranna. Síðan
var komið með hjólbörur eða handbörur og farið með taðið
þangað, sem það átti að þorna. Þá voru hnausarnir teknir í
sundur í þunnar flögur, sem reistar voru í raðir. Þegar taðið var
orðið nokkuð þurrt, var það ,,buðlungað“, hlaðið í smávörður.
Seinna var það svo borið saman í stóra hlaða, sem voru tyrfðir og
látnir standa þar til seinnihluta sumars, þegar dagur var tekinn
til þess að fara með taðið heim og hlaða því inn í skemmu. -
Nokkur mór var líka tekinn upp til eldiviðar en ekki fór eins
mikill’tími í það. Mikið þurfti af þessum eldivið, þegar engin kol
eða hrís var til hjálpar. Faðir minn vildi ekki láta rífa hrís, þó að
kannske hafi verið neyðst til þess í eldiviðarleysi á vorin.
Þegar búið var að vinna á túninu og hreinsa, þurfti að fara