Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 152
150
BREIÐFIRÐINGUR
ósköp feimin og spurði hvort hann hefði séð Hrotta, eða
hrossastóðið sem héldi sig á þessum slóðum. Siggi tjáði mér að
um morgunin hefði hann mætt öllu stóðinu, og spurði svo. „Á
ég að trúa að Hrotti sé strokinn hingað svona snemma, er
Höfðinn ekki ófær“. „Hann er slæmur“ sagði ég og þaut af stað.
„Ætlarðu þarna megin við Stöðina“ kallaði Siggi á eftir mér.
„Já“ svaraði ég. Aldrei hafði ég farið þessa leið áður, fram með
ströndinni vestanverðri. Síðan hélt ég mína leið fyrir ofan tún á
Efri og Neðri-Lá og Mýrhúsum.
Á þessu ferðalagi naut ég náttúrufegurðar landsins míns. Ég
sá allsstaðar dásemdir hvar sem ég fór. Þó þær væri ekki nema
lítill lækur sem ég hafði ekki áður séð, gladdist ég.
Á þessari leið sem ég hafði aldrei farið fyrr, sá ég fjara út úr
Lárvaðli. Eftir sátu pollar og lænur á svörtum sandinum. Lárós
bar allan þennan sjó út til hafs, og var þungur straumur í ósnum
meðfram Látrarifí. Otrúleg breyting varð þarna á svip landsins,
við að þetta stóra svæði sem á flóði var eins og stórt stöðuvatn, en
er fjaraði út varð svartur sandur. Margur ferðamaður fór þessa
leið á fjörum, og var þá oft sprett úr spori eftir sléttum
sandinum. Þetta var nú áður en tækni nútímans kom til
sögunnar, að stífla Lárós. Um leið varð Lárvaðall eitt stórt
stöðuvatn landa milli, fullt af silungi og laxi. Síðan var stofnuð
Laxeldisstöðin Látravík. Um þetta dreymdi engan mann
þennan vormorgun er unglingsstelpa frá Mávahlíð rölti þessar
gömlu slóðir fram með hlíðum Stöðvarinnar í leit að strokuhesti
sem leitaði heim í átthagana. Hún var nú að komast fram fyrir
Stöðina. Allsstaðar blasti fegurðin við auga hvert sem litið var.
Sólin skein á eyjar og sund. Uti á Nesi blasti við Krossanes-
viti sem lýsir sjómönnum er sigla inn Grundarfjörð.
I Krossnesi bjó þá Jóhannes vitavörður og Lárus bróðir hans.
Er ég var komin þarna heim að túngarði langaði mig mest til að
fara heim og biðja um eitthvað í svanginn, því sulturinn var