Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
það þegar unga konan kom upp á baðstofuloft til mín og færði
mér súkkulaði og gómsætar kökur. Ég var dálítið feiminn við
ungu brúðurina, en alltaf var hún mér góð og elskuleg. Svo var
einnig um Guðjón, sem alltaf reyndist mér hinn hollráðasti,
þegar ég leitaði til hans síðar á lífsleiðinni. Ungu hjónin hófu
búskap sinn með miklum dugnaði og tóku upp margar
nýjungar, sem stundum voru skiptar skoðanir um. Guðjón hafði
komið með frá Noregi kerru, aktygi, plóg og herfí. Allt var
þetta áður lítið eða ekkert þekkt í sveitinni.
Mjög þröngt var í gamla bænum, þegar ný fjölskylda bættist
við. Guðjón breytti honum því skjótlega þannig, að meira rými
fékkst. Með því tókst honum að koma fyrir litlu verkstæði fyrir
söðlasmíði, en þá iðn stundaði Guðjón alla tið með búskapnum.
Marga hnakka og kvensöðla smíðaði hann. Lærlinga í iðninni
hafði hann einnig allmarga. - Ymsar nýjungar Guðjóns í
búskapnum þóttu í þann tíð stórkostlegar. Hann girti túnið með
gaddavír. Nú varð það fjárhelt. Þurfti því ekki lengur að vaka
yfír því á vorin, eins og þá var algengt að gera. Var þetta ein
fyrsta fjárheld girðing í sveitinni. Skilvindu kom hann einnig
með í búið. Hana fékk fóstra mín einnig að nota. Fannst henni
það léttir að þurfa ekki lengur að hugsa um mjólkurtrogin.
Fráfærur tíðkuðust enn um þessar mundir. Síðast var fært frá
heima árið 1908. A heimilinu var Daði Jóhannesson, sem að
nokkru leyti var uppeldisbróðir minn. Það lenti á okkur að sitja
hjá til skiptis. Fóstri minn færði frá 12 ám.
Arið 1905 byggði Guðjón fjárhúsin í nýjum stíl og reif þau
gömlu. Gífuleg vinna var við að rífa gömlu moldarveggina og
byggja ný hús á sama stað. Aðalsmiðurinn við bygginguna var
Valtýr Guðmundsson frá Belgsdal, þá aðeins 18 ára,
Sigríður, unga konan á heimilinu, sat heldur ekki auðum
höndum. I hjónaherberginu kom hún upp saumaverkstæði og
tók stúlkur til að kenna, m.a. Ásu Benediktsdóttur frá