Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 155
BREIÐFIRÐINGUR
153
„Ertu kominn með klárinn, þú ert duglegur strákur“. „Skal
hann halda að ég sé strákur“ hugsaði ég, en leiðrétti hann samt
ekki. Svo lét Þorvaldur dæluna ganga og spurði mig um ferðir
mínar. Eg spurði hann hvað klukkan væri. Hún var að ganga
átta. „Að kvöldi“ spurði ég. „Hefurðu hvergi komið að fá þér
bita í allan dag“. „Nei“ var svar mitt. „Komdu inn, ogfáðu þér
eitthvað, ég skal halda í klárinn á meðan, og gefa honum
heytuggu, hann er svangur“. Eg var fegin að fara inn, og eiga
von á bita.
Kristín kona Þorvaldar var að flóa mjólk í stórum potti sem
átti að fara í skyr. Gaf hún mér mjólk í stórum fanti og rúgköku
með smjöri og kæfu. Eg held að mér hafi aldrei verið borinn
matur sem ég hafí orðið eins fegin. Er ég hafði slokað í mig
matnum, þakkaði ég Kristínu innilega fyrir mig og kvaddi. Uti á
hlaði stóð Þorvaldur og hélt í Hrotta sem hámaði í sig töðu.
Ég þakkaði Þorvaldi fyrir okkur Hrotta og hélt af stað.
Þorvaldur bað mig fara varlega í Höfðanum. Nú var komið
kvöld og farið að kólna. Það beit ekkert á mig núna. Ég var
endurnærð af góðgjörðunum á Skerðingsstöðum.
Ég teymdi nú Hrotta alla leið út að Höfðabæ. Þar fór ég ábak
og sat á honum út að Líksteini. Þar fór ég af baki og fleygði steini
ofan á hrúguna sem fyrir var. Oft var þörf, en nú var nauðsyn.
Ég bað þess innilega að góðar vættir fylgdu mér yfír hina ill-
ræmdu Þrælaskriðu. Er ég kom á höggið, þar sem sá út yfír
skriðuna leist mér illa á. Frá því í morgun, hafði fallið stór og
mikil skriða, nokkuð há að innanverðu, svo mér sýndist ekki
árennilegt að fara yfir hana með hest, þó ég gæti kannské
skrönglast sjálf. Þarna stóðum við nú við Hrotti andspænis
þessari ljótu skriðu. Það var að byrja að skyggja, og umhverfið
var vægast sagt ömurlegt. Ekki var útlitið heldur gott. Fuglinn í
klettunum vældi og sjávaraldan sogaði ónotlega fyrir neðan
klettana.