Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
fara á milli, eins og það var kallað. Hann batt heyið og lyfti svo
einni sátu upp á klakkinn, síðan skyldi ég setja bakið undir þá
sátu, á meðan hann lyfti hinni upp. Þetta var kallað að standa
undir. Er hann hafði búið upp á nokkra hesta, átti ég að leggja af
stað heim með trossuna, á meðan hann var að ganga frá
einhverju. Farðu nú þarna, en ekki þarna, sagði hann og benti.
En auðvitað fór ég þar sem ég átti ekki að fara. Hestarnir sukku
upp í kvið í fúaflóann og sátumar duttu af. Pabbi kom þjótandi
og baslaði við að bjarga málunum. Ekki held ég það hafi verið
þakkarorð sem hann talaði til mín, sem naumast var von, en
hrein íslenzka var það áreiðanlega. Hafí eitthvert sjálfstraust
verið í byrjun, þá var það horfið. Eg grét ofan í barm minn alla
leiðina heim, horfði ofan á fótinn á mér, sem náði ekki langt út
fyrir hrygginn á hestinum, og ég man enn hve hann var lítill, og
hve innilega ég kenndi í brjósti um sjálfa mig. Með pabba hafði
ég litla samúð, en hann hafði þó staðið í eldlínunni allan tímann.
Þegar heim kom, var heyinu hleypt úr böndunum á túnið, þar
sem það skyldi þorna. Að því loknu lét pabbi mig leggja aftur af
stað með hestana út á engjar. Ekki skil ég í því trausti, sem hann
virðist hafa borið til þessa einfeldnings, því hesturinn, sem ég
reið fór með mig beint inn í hesthús. En svo lánlega hafði til
tekizt að nýskeð var búið að hækka dyrnar, annars er ekki að vita,
hvernig farið hefði. Ég hafði ekki vit á að sleppa taumnum á
lausu hestunum, heldur teymdi ég þá alla inn líka. En ég gat
stigið af baki og upp í stallinn, og beið þar átekta. Ég fann að ég
hafði bætt einu axarskaftinu við hin fyrri. Pabbi kom
dauðhræddur, kallaði mig elskuna sína, og sagðist hafa haldið að
hestarnir væru búnir að troða mig í sundur.
Eftir fráfærum man ég aðeins óljóst. Þær lögðust niður hjá
okkur, þegar ég var mjög ung. Mjólkandi kýr voru að jafnaði
fjórar til fímm, auk geldneyta. Á sumrin lágu þær úti um nætur,
er vel viðraði, og virtust kunna því hið bezta, og mjólkin jókst í