Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 77

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR 75 fara á milli, eins og það var kallað. Hann batt heyið og lyfti svo einni sátu upp á klakkinn, síðan skyldi ég setja bakið undir þá sátu, á meðan hann lyfti hinni upp. Þetta var kallað að standa undir. Er hann hafði búið upp á nokkra hesta, átti ég að leggja af stað heim með trossuna, á meðan hann var að ganga frá einhverju. Farðu nú þarna, en ekki þarna, sagði hann og benti. En auðvitað fór ég þar sem ég átti ekki að fara. Hestarnir sukku upp í kvið í fúaflóann og sátumar duttu af. Pabbi kom þjótandi og baslaði við að bjarga málunum. Ekki held ég það hafi verið þakkarorð sem hann talaði til mín, sem naumast var von, en hrein íslenzka var það áreiðanlega. Hafí eitthvert sjálfstraust verið í byrjun, þá var það horfið. Eg grét ofan í barm minn alla leiðina heim, horfði ofan á fótinn á mér, sem náði ekki langt út fyrir hrygginn á hestinum, og ég man enn hve hann var lítill, og hve innilega ég kenndi í brjósti um sjálfa mig. Með pabba hafði ég litla samúð, en hann hafði þó staðið í eldlínunni allan tímann. Þegar heim kom, var heyinu hleypt úr böndunum á túnið, þar sem það skyldi þorna. Að því loknu lét pabbi mig leggja aftur af stað með hestana út á engjar. Ekki skil ég í því trausti, sem hann virðist hafa borið til þessa einfeldnings, því hesturinn, sem ég reið fór með mig beint inn í hesthús. En svo lánlega hafði til tekizt að nýskeð var búið að hækka dyrnar, annars er ekki að vita, hvernig farið hefði. Ég hafði ekki vit á að sleppa taumnum á lausu hestunum, heldur teymdi ég þá alla inn líka. En ég gat stigið af baki og upp í stallinn, og beið þar átekta. Ég fann að ég hafði bætt einu axarskaftinu við hin fyrri. Pabbi kom dauðhræddur, kallaði mig elskuna sína, og sagðist hafa haldið að hestarnir væru búnir að troða mig í sundur. Eftir fráfærum man ég aðeins óljóst. Þær lögðust niður hjá okkur, þegar ég var mjög ung. Mjólkandi kýr voru að jafnaði fjórar til fímm, auk geldneyta. Á sumrin lágu þær úti um nætur, er vel viðraði, og virtust kunna því hið bezta, og mjólkin jókst í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.