Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 34
Elínborg Ágústsdóttir frá Mávahlíð
Ógleymanleg áramót
Það höfðu gengið stillur og staðviðri. Frost á jörðu, hjarnyfir
allt. Þó nokkurt snjóföl var, grasfylli kallað á óslegnum úthaga
og því góðar snapir fyrir hesta sem ekki var farið að hýsa.
í dag var gamlársdagur. Um hádegið lét afí þau orð falla, að
best væri að hraða útiverkum því sér litist svo á veðurútlitið að
ekki mundi haldast logn til kvölds. Þorsteinn afi minn var
einstaklega veðurglöggur maður, enda mest átt sína afkomu
undir veðri og vindum. Hann hafði verið mestan hluta ævi
sinnar sjómaður, þar af lengi skipstjóri á Suðurnesjum, orðinn
háaldraður þegar þetta gerist er nú verður sagt frá. Nú biður afi
mig að koma með sér upp í fjárhús og flýta ögn fyrir sér, sópa
jöturnar meðan hann leysi heyið. Eg var fljót til og trítlaði með
honum. Alltaf leiddi ég hann og mikið var ég alltaf glöð ef ég gat
hjálpað honum. Nú sópaði ég garðana í báðum fjárhúsunum.
Afí sagði mér að fleygja moðinu út á hauginn, sem var fyrir
framan fjárhúsið. Moðið bar ég i höndunum og sáldraðist víst
eitthvað niður á leiðinni því þetta var bara salli, smælkið úr
heyinu sem kindurnar vildu ekki. Svo var einn og einn snepill,
sem ljárinn hafði skorið utan úr þúfum, ljámýs, ennfremur voru
nokkrir mosahnoðrar. Þegar ég var búin að hreinsa jöturnar og
bera út moðið, fór ég inn í hlöðuna til afa og sagði honum að ég
væri búin að sópa garðana eins vel og ég gæti. Hann kom að líta á
verkið hvernig það væri unnið. „Jú, þetta er vel gert hjá þér“.
Afi brosti. „Um að gera að vinna öll verk vel, það gleður sálina.