Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
Þegar Guðjón fór að hressast fór hann að Skarfsstöðum og
vildi greiða Sigmundi hestinn, er farist hafði. Sigmundur tók
þessu vel og drengilega:„Já, jæja góði“(það var orðtæki hans).
„ Við tölum nú ekki meira um þetta. Eg hefí misst skepnu fyrr og
ekki fengið hana bætta“. Alla tíð voru þeir góðir nágrannar, afi
minn og Guðjón.
Um vorið var ákveðið að Guðjón færi að búa á Kýr-
unnarstöðum. Gömlu hjónin, Þuríður og Ásgeir, höfðu þó
áfram smápart af jörðinni. Ég átti víst ekki að heyra það, en
heyrði samt, vinnukonurnar tala um það sín á milli, að nú myndi
kærastan hætta við Guðjón vegna slyssins, er ég nú hefí sagt frá.
En þessar óheillaspár rættust ekki, síður en svo.
Guðjón var trúlofaður Sigríði Jónsdóttur frá Hróðnýjar-
stöðum í Laxárdal. Voru þau jafnaldrar, bæði fædd 3. júní 1875.
Fyrsta búskaparárið var Sigríður ráðskona hjá Guðjóni. Á
sumardaginn fyrsta árið 1903 giftu þau sig heima á Kýrunnar-
stöðum. Þessi dagur fannst mér mjög hátíðlegur og margt
skrítið sem ég sá. Presthjónin í Hvammi, séra Kjartan og frú
Sigríður, voru miklir vinir gömlu hjónanna á Kýrunnar-
stöðum. Þau komu nú þangað bæði. Giftingarathöfnin fór fram
í stofunni. Utbúinn var sérstakur brúðhjónabekkur og sett á
hann ábreiða. Brúðurin er mér sérstaklega minnistæð. Hún var
svo fín og falleg, í hvítum búningi með stórt skaut á höfði. Ég
hafði aldrei áður séð neitt þessu líkt. Margt fólk var aðkomandi.
Nú hófst sjálf giftingarathöfnin. Presturinn stóð fyrir innan
bekkinn, en brúðhjónin fyrir framan, gegnt honum. Sálmur var
sunginn. Aldrei hafði ég heyrt svo fallegan söng. Þá talaði
presturinn. Brúðhjónin voru látin krjúpa á bekknum meðan
séra Kjartan framkvæmdi vígsluathöfnina. Allt var þetta mjög
nýstárlegt fyrir strákhnokka eins og mig.
Mikil veisla var eftir giftinguna og fór hún fram í stofunni.
Enn minnist ég þess glögglega, hversu mikið mér fannst til um