Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 119
117
BREIÐFIRÐINGUR
upp á bakkann, þar var hún tekin, látin í kláfa og reidd heim, þar
sem hún var breidd, þurrkuð og röguð vandlega. Þá var
vinnuullin tekin frá, það var helst misliturinn, lítið af hvítri ull,
hún var verðmeiri í kaupstaðnum. Nú var lagt af stað með
þennan dýrmæta gjaldeyri í kaupstaðinn. Farið var af stað
snemma að morgni og komið aftur næstu nótt. Það var talinn sex
tíma lestagangur hvora leið, frá Knarrarhöfn til Búðardals. Á
hestunum heim voru svo fluttar vörur til heimilisins. Þá
hlökkuðu börnin til að fá kringlur og kandís, kannske líkafíkjur
og rúsínur.
Og nú var komið að slættinum. Þá var ekki til setunnar boðið
og mátti ekki slá slöku við, eða vera með hopp og hí um
hábjargræðistímann. Á flestum bæjum var tekið kaupafólk. Það
fólk, er ég man eftir var flest „utan undir Jökli“, frá
Stykkishólmi og úr eyjunum. Þetta fólk kom í byrjun sláttar og
fór aftur úr því komu leitir. Alltaf var farið eftir klukkunni um
sláttinn, eins og aðra tíma ársins. Klukkunni var þá flýtt, höfð
tveimur stundum fljótari um sláttinn. Það var gert til þess að
hafa birtuna lengur frameftir á kvöldin. Þá mátti ekki bera ljós í
baðstofu fyrr en á leitarsunnudagskvöldum.
Stundum var þó orðið skuggsýnt þegar fólkið háttaði á
kvöldin. Á morgnana var farið á fætur kl. 6-7, drukkið
molakaffí, eða mjólk, síðan farið til vinnunnar. Klukkan hálftíu
var borðaður morgunverður, sem var mjólkurgrautur,
flatkaka með smjöri, hvalbiti, þorskhaus o.þ.h. Um kl. 12 lagði
fólkið sig litla stund. Svo var drukkið hádegiskaffi, kandísmoli
var hafður með kaffinu og rjómaskeið út í bollann, nýmjólk þótti
gera kaffið að sulli, einstaka maður drakk svart kaffi. Klukkan
hálf fjögur var snæddur miðdegisverður (nónmatur). Þá var
helst til matar harðfiskur, saltfiskur, brauð og smjör og vökvun á
eftir, stundum kofnasúpa, baunir eða annað.
Miðaftanskaffið var drukkið um kl. 7. Til kvöldverðar var