Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
Hvammsfirði. Var það Jósep sonur Kristjáns þá bónda í
Snóksdal, en Jósep átti þá heima í Stykkishólmi. Skeði þessi
hörmulegi atburður 1. marz 1918.
Eg spyr fóstra minn, hvort það hafi ekki verið mesta hcettuspil að
fara um ísinn með hesta og tiltölulega þungt tceki?
Eftir á er hægt að segja, að þarna hafi ekki verið mikil hætta á
ferðum, vegna þess hve ísinn var að jafnaði traustur, en þetta
gátum við náttúrlega ekki vitað fyrirfram. Mér er t.d. í minni, að
áður en farið var í eina slíka aðdráttarferð, voru tveir menn
gerðir út í könnunarleiðangur. Til þeirrar ferðar völdumst við
Bjarni heitinn Magnússon, sem lengi bjó í Bjarnabæ við
Búðardal. Fórum við með sinn hestinn hvor og höfðum með
okkur járnkarla til þess að kanna þykkt íshellunnar. Fórum við
alla leið út að skörinni, þar sem ís og opinn sjór mættust, en það
var út undir Lambey, úti á móts við Staðarfell á Fellsströnd.
Vað það seinlegt verk að bora í gegnum íshelluna, en sums
staðar var hún á annan metra á þykkt.
A vegum hvers voru ferðir þessar farnar? Hver hafði forgöngu
um framkvcemdina?
Þessar ferðir voru að sjálfsögðu farnar á vegum Kaupfélags
Hvammsfjarðar í Búðardal og það var kaupfélagsstjórinn, sá
mæti maður Jón Þorleifsson, sem hafði alla forgöngu um
framkvæmdina.
Jón hafði verið kaupfélagsstjóri í Búðardal frá 1919 og starfaði
um árabil hjá kaupfélaginu áður en hann tók við stjórn þess. Það
var mikið reiðarslag fyrir okkur Búðdælinga og héraðið allt,
þegar hann féll frá í blóma lífsins aðeins 56 ára að aldri. Jón var
allra manna árrisulastur og stundvísi hans til vinnu viðbrugðið.
Ég gleymi víst aldrei þeim morgni í sláturtíðinni 1942 - ég sé í
Dalamannabókinni að það hefur verið 25. október - þegar Jón
mætti ekki til vinnu eins og hans var vandi. Var þá sendur maður
heim til hans að athuga hverju þetta sætti og kom um hæl með þá