Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 134
132
BREIÐFIRÐINGUR
málanna. Og konurnar, sem hún annaðist, vissu, að undir
handarjaðri hennar voru þær öruggar, henni var hægt að treysta,
hún var ávallt lánssöm í störfum sínum, nærfærin og gekk
fumlaust að verki, vissi upp á hár hvað gera skyldi og
framkvæmdi það hiklaust og ákveðið, og persóna hennar vakti
traust og öryggiskennd, sem hún bar með sér á eðlilegan hátt, án
allrar uppgerðar, því þetta var henni svo eiginlegt.
Margrét var um margt sérstæð kona, hún átti hlýtt og traust
handtak, djúp og traustvekjandi augu, röddin var hljómmikil og
sérstæð, hún var ákveðin í skoðunum, hrein og bein, sterk og
heilsteypt kona og farsæl í verkum sínum.
Margrét lézt í Landsspítalanum í Reykjavík 82 ára að aldri og
var jarðsett að Kirkjuhvoli í Saurbæ 9. maí 1981.
Vigfúsína Kristrún Jónsdóttir frá Stóra-Múla í Saurbæ,
andaðist 9. maí 1981. Hún var fædd í Krísuvík 6. marz 1895.
Voru foreldrar hennar hjónin Jón Jónsson frá Þorgrímsstöðum í
Hjallahverfi í Ölfusi og Vigdís Eyjólfsdóttir frá Grímslæk í
Ölfusi.
Vigfúsína ólst að mestu leyti upp á Þóroddsstöðum i Ölfusi og
þar átti hún sín bernsku og æskuár, næst elzt meðal tíu systkina
og vandist því fljótt á að taka til hendinni, enda var hún dugleg
og kjarkmikil, og oft þurfti á því að halda, því þessi ár voru erfið,
lífsbaráttan hörð og börnin urðu snemma að læra að verða að
liði, og ekki stóð á Vigfúsínu í þeim efnum, hvorki fyrr né síðar.
Hún fór ung að heiman og vann á ýmsum stöðum og m.a. í
Reykjavík. Þar eignaðist hún drenginn sinn, Arsæl Kristinsson,
sem hún missti aðeins þriggja ára gamlan, og var hann eina
barnið, sem hún eignaðist á ævileiðinni, þó forsjónin færði
henni síðar börn og heimili til umönnunar, því árið 1932 kom
Vigfúsína vestur í Saurbæ, að Stóra-Múla, til Benedikts
Kristjánssonar, er hafði þá nýlega misst konu sína, Ólöfu, á