Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 84
82 BREIÐFIRÐINGUR
og þróttur. Djarft var sótt, en aðgát var höfð, og mörg sjóhrædd
konan kaus að fara á sjó með pabba.
Þegar skyggja tók og vetur gekk í garð, var reynt að gera eitt og
annað til að dreifa ömurleika, sem vildi herja á. Reynt var að loka
myrkur úti úr sál og sinni með ýmsu móti. I rökkrinu vorum við
krakkarnir látnir setjast hlið við hlið á rúmin, haldast í hendur
og syngja. Helzt voru það ættjarðarljóð. í þá daga heyrðust þau
oftar sungin en nú. Svo gáfum við skip, settum í horn, frúin í
Hamborg var á dagskrá, svo var kveðizt á og sögur sagðar.
Draugasögur voru ofarlega á óskalistanum. Helzt þurfti þá að
vera vel dimmt, og sagan svo mergjuð, að enginn þyrði að hengja
fæturna niður fyrir rúmstokkinn. Draugatrú var þó nokkur.
Fullorðna fólkið talaði um þess háttar með andtakt og af
sannfæringarkrafti. Börn hafa auðugt ímyndunarafl. Hálf-
kveðnar vísur urðu auknar og endurbættar í huganum, og
árangurinn varð myrkfælni. í fökkrinu lagði fullorðnafólkiðsig
svolitla stund, sem okkur krökkunum fannst þó of löng og
leiðinleg. Svo þegar mamma stóð upp til að kveikja ljósið, birti
einnig i sálum okkar. Hún hirti lampana alltaf sjálf, lét á þá olíu
og sá um að glösin væru ávallt hrein og gljáandi. Svo byrjaði
kvöldvakan. Kvenfólkið kembdi og spann, karlmennirnir
tvinnuðu og kembdu einnig stundum, en helzt voru þeir við
vinnu úr hrosshári, að flétta reipi eða bregða gjarðir. Það fannst
mér alltaf nokkur kúnst. Stundum var lesið upphátt og fyrir
kom að það var kveðið.
Sláturtíðin var tími mikilla anna. Þá varð að vinna mikið á
stuttum tíma, því ella lá matur undir skemmdum. Féð var
rekið út í Hólm, þar sem slátrunin fór fram. Kjötið var lagt inn í
búðirnar, en pabbi kom með innmatinn sjóleiðis heim. Við
krakkarnir urðum að halda í ristla og keppi, meðan vinnan fór
fram. Alltaf fannst okkur gaman, þegar eitthvað var mikið að
snúast, en mikið syfjaði okkur <oft yFir ristlunum. Þá