Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 122
120
BREIÐFIRÐINGUR
Eitt af haustverkunum úti við var að „keyra á völl“.
Fjóshaugnum þurfti að koma út á túnið fyrir veturinn. Þrír
hestar undir reiðingi voru hafðir við það verk. Aburðurinn var
reiddur í svonefndum kláfum, sem hengu á klökkum á
reiðingnum. Kláfarnir voru nokkurskonar kassar með botninn á
hjörum. Hespa að framan, sem losuð var, þegar losað var eða
hleypt úr þeim. Tveir karlmenn voru við hauginn og fylltu
kláfana. Hver hestur var teymdur á móti þeim, sem kom með
lausa hestinn, svo skipt og áburðarhesturinn afhentur þeim sem
hleypti úr kláfunum.
Það var vandi að setja áburðinn niður á rétta staði, það gerði
Borga. Hún var stór og fönguleg kona og ég man hvernig hún
var búin við þetta verk. Hún var í svörtu vaðmálspilsi, styttu
með linda, strigasvuntu, hyrnu (skakka) hnýtta aftur fyrir,
prjónaermar upp fyrir olboga, ullarvettlinga og annan bundinn í
gjörð um ennið. I hendinni hafði hún stóran tréspaða, sem hún
notaði til að hreinsa kláfana. - Haldið var áfram þessu starfi allan
daginn, þar til fór að skyggja, þá var sprett af hestunum, og
fólkið fór í bæinn, þvoði sér og borðaði. - Þá var gott að borða
heit svið og heila köku.
Mór var reiddur heim á haustin, til eldneytis. Hann var
reiddur í stórum pokum á klakk. Það var nokkuð langt að fara,
því mórinn var tekinn upp út við á, þurrkaður þar á móholtinu
og settur svo í hauga.
Auk þessara aðalstarfa á haustin, þurfti margs annars að
gæta. Það þurfti að troða í gættir, bæta torfi á þök íbúðar- og
útihúsa, gera allt sem best úr garði til að mæta baráttunni við
vetrarkuldann.
Oft gerði áhlaup fyrr en varði á haustin og fennti þá stundum
fé. Eldra fólkið kunni margar sögur um slíka erfiðleika og hafa
líklega ekki allir litið með tilhlökkun fram á komandi vetur.
Annað var með áhyggjulausu unglingana. Þá dreymdi ef til vill