Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 133
BREIÐFIRÐINGUR 131
heimili. Og þar með höfðu örlögin spunnið þráð sinn - því síðan
fylgdust þau að í lífinu.
En Margrét átti draum um framtíðarstörf, sem hún vildi gera
að veruleika, því fór hún til Reykjavíkur á ljósmæðraskólann og
nam þar ljósmóðurfræði veturinn 1926-27, og að því loknu voru
þau Sæmundur í Vestmannaeyjum næsta ár, á vertíð, hann sem
netamaður og hún sem vertíðarstúlka, og næsta sumar, um
miðjan júlí, giftu þau sig og settust að í Búðardal á Skarðsströnd
en að ári liðnu fluttu þau í Saurbæinn og bjuggu í Hvammsdals-
koti, Tjaldanesi og á Bjarnastöðum til ársins 1945, er þau settust
að á Neðri-Brunná. Strax og Margrét kom í Saurbæinn var
henni veitt ljósmóðurstaðan í sveitinni, sem hún gegndi síðan
óslitið til ársins 1964 við mikið traust og vinsældir alla tíð.
Mann sinn, Sæmund, missti Margrét árið 1957. Þau
eignuðust fjögur börn: Jóhann í Asi í Laxárdal, Lilju í Garðabæ,
Kristján á Neðri-Brunná og Grétar í Reykjavík.
Árið 1953 var símstöð sveitarinnar flutt að Neðri-Brunná frá
Stórholti og gerðist Margrét þá símstöðvarstjóri auk hús-
móður- og ljósmóðurstarfa.
Margrét var mikil dugnaðarkona að hverju sem hún gekk,
hún var sérlega verkhög og úrræðagóð og eins og hún vissi ætíð,
hvernig málum skyldi sem bezt ráðið. Slíkir kostir eru dýrmætir
fyrir ljósmóður, sem oft þurfti að sinna skyldum sínum við
erfíðar aðstæður og misjöfn kjör, því starfsaðstæður voru þá
ineð öðrum hætti en nú tíðkast, og oft gat oltið á dómgreind,
hæfileikum og lægni ljósmóðurinnar, hvernig til tækist, er nýtt
líf skyldi sjá dagsins ljós í þessum heimi. Oft var ekki einu sinni
auðsótt að komast leiðar sinnar - þangað sem hennar var vitjað -,
vatnsföll óbrúuð og harðfylgi og dugnað þurfti oft við hinar
erfiðustu aðstæður. En Margrét var fljót að búast af stað og
sérlega dugleg ferðakona, kappsfull og áræðin, enda vissi hún,
að það gat í ýmsum tilfellum skipt sköpum um góða framvindu