Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
maðurinn var í síðum, svörtum frakka með svarta húfu á höfði.
Jú, það var rétt. Hann stefndi heim að bænum. Enn var spurt:
„Hver getur þetta verið?“, en ekkert svar. Eg hélt fast í hönd afa
míns, þótti það vissara. „Þetta hlýtur að vera tröll“ sagði ég í
hálfum hljóðum. „Hann kemst ekki inn í bæinn í Mávahlíð“.
Pabbi var nú orðinn forvitinn að vita hver maður þessi væri, og
snéri nú heim með okkur afa. Við stóðum öll á hlaðinu er gestinn
bar að garði. Heilsaði hann öllum með handabandi og kvaðst
vera Eggert Briem kennari. Var hann þennan vetur á Hrísum,
hafði verið þar um jólin. Eggert var farkennari í Fróðárhreppi
þennan vetur. Datt honum í hug fyrst veður var svona gott að
fara inn að Mávahlíð og sjá fólkið þar. Ennfremur var þar eitt
skólabarn sem hann hafði ekki séð, en það var einmitt ég, sem
aldrei hafði farið í skóla.
Eggerti var nú boðið í bæinn, en varla var hann kominn inn,
er hvessti sem hendi væri veifað. Þar með var ösku skafmold
komin. Pabbi, sem ætlaði að vera farinn að sækja hestana,
snaraði sér nú út úr bænum og norður hlaðið. Veðurofsinn
þeytti upp bæjarhurðinni og inn stóð hríðarstrokan. Móðir mín,
sem bæði var snarráð og fljót á fæti, grípur nú um hurðarhand-
fangið og kallar út í sortann: „Ágúst, í guðanna bænum farðu
ekki út í þetta veður“. Pabbi, sem varla var kominn út að
bæjarlæknum heyrði til hennar og snéri við. Valur gamli, sem
var með honum, kom ýlfrandi inn í bæjardyrnar aftur. Báðir
voru þeir fegnir að koma inn úr þessu voðaveðri sem fór
snarversnandi. Þó húsakostur væri ekki hárreistur í þá daga,
hvorki hjá mönnum eða dýrum, voru allir glaðir að hafa
húsaskjól þegar svona veður geisuðu.
Fólk í baðstofunni fór nú að tala um að veðrinu mundi
kannski slota með kvöldinu. Þá sagði afi með sinni venjulegu
stillingu: „Þetta veður stendur alltaf í sólarhring, og vel það“.
Allir litu til hans stórum augum. Flesta setti hljóða. Þorsteinn